Það hefur ekki farið fram hjá neinum að mér er frekar í nöp við nokkra nýja flokka sem tilkynnt hafa framboð. Fyrst og fremst er mér í nöp við Þjóðernispopúlistaflokkana, Flokk Fólksins, Íslensku Þjóðfylkinguna og þennan svokallaða Frelsisflokk.

Sósíalistaflokkinn er ég sáttur við en því miður mun sá flokkur ekki bjóða fram.

En hin Sturlaða Þrenning eins og ég kýs að kalla hina þrjá er í óða önn að undirbúa sig. Reyndar er þvílíkt samansafn af pappakössum í þeim öllum að maður efast um að þau hafi einu sinni getu til að skila inn kjörgögnum skammlaust.

Flokkar af þessari tegund eru skipaðir fólki sem er skert á geði enda er það marg sýnt með rannsóknum að rasistar eru almennt við slæma geðheilsu.

Í síðustu kosningum kom á daginn að það eru takmörk fyrir hve marga geðsjúklinga er hægt að setja inn í sama herbergi, patar þola nefnilega hvern annan illa til lengdar og félagsskapurinn stútar sér innan frá. Þetta gerðist í síðustu kosningum og sprungu Reykjavíkurframboðin á síðustu metrum fyrir kosningar.

Úr varð klofningsframboð sem nú kallar sig Frelsisflokkinn. Nú þegar rétt eftir stofnun flokksins hefur komið upp trúnaðarbrestur innan flokksins og einn meðlimur er rokin á dyr, Margrét Friðriksdóttir. Furðulegar fréttir berast af formanninum sem segist vera fluttur til Spánar og segist eiga þar í útistöðum við yfirvöld.

Hvað Flokk Fólksins varðar þá er skemmst frá því að segja að reynt var að sameina hann Þjóðfylkingunni í aðdraganda síðustu kosninga og merklegt nokk þá kom nefnd að ofanverðu Margrét Friðriksdóttir þar við sögu.

Allir flokkarnir í hinni Sturluðu Þrenningu eru með sömu meginmarkmiðin. Að stöðva óheft flæði flóttafólks til landsins. Að nota peningana sem fara í flóttafólk til að hjálpa öldruðum og öryrkjum.

Í aðdraganda síðustu kosninga dreifði einn af oddvitum flokksins ásamt öðrum frambjóðendum þeim skilaboðum út um allt net að það skipti ekki máli í hvaða kjördæmi þú byggir því þú gætir kosið í hvaða kjördæmi sem er.

Sem er náttúrulega bull.

Eins og Þessir þrír flokkar eru bullflokkar með bullara innanborðs sem engin ætti að kjósa nema hann vilji að bullari komist með fngurna í fjárlögin og önnur þau mál sem raunverulega skipta okkur hin máli.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Hin Sturlaða Þrenning

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.