Hann verður seint sakaður um að sýna af sér óþarfa hjartahlýju, þingmaðurinn úr Garðinum sem úttalar sig óspart um kristin gildi en er um leið í nöp við flóttafólk.

Ásmundur Grimmi Friðriksson, hefur orðið uppvís að því að tjá sig um þörfina á racial profiling hér á landi með því að láta fara fram bakgrunnstékk á öllum Múslimum á Íslandi.

Hann hefur einnig krafist þess að fjölmenningarleg og fjöltrúarleg gildi verði lögð til hliðar í grunnskólum hvað varðar jólahald sökum þess að kristnir menn séu hér í meirihluta og að meirihlutinn ráði. Kristinni trú skuli því troðið ofan í kok á börnum sem ekki komi frá kristnum heimilum í krafti meints meirihluta fyrir kristinni trú.

Nú hefur Ásmundur Grimmi stigið lokaskrefið, en hann segir í útvarpsþættinum Harmageddon að hann vilji ekki persónugera umræðuna um flóttafólk og neitar á þeirri forsendu að ræða mál telpnanna Mary og Hanyie. Ásmundur Grimmi er á móti því að telpurnar fái að vera hér en neitar um leið að ræða málið því þá sé hann farin að persónugera umræðuna.

Ásmundur er án efa alin upp horfandi á teiknimyndir þar sem allt er í plati og Andrés Önd brennur til kaldrakola hvað eftir annað en er í fínu lagi á næstu blaðsíðu.

Því hver einasta persóna sem við sendum úr landi er manneskja og við tölum ekki um fólk í hópum. Það er eitt af höfuðeinkennum rasista að þeir eru ófærir um að fjalla um einstakar persónur, þeir krefjast þess ætíð að fá að fjalla um fólk í hópum. Suðurnesjamenn þurfa að skammast sín fyrir Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Mann sem á endalausa hjartahlýju þegar kemur að hans nánustu, en örlög þessara ungu telpna skipta hann engu. Þær eru fyrir honum statístik, tölur á blaði og ekkert meira.

Ásmundur Grimmi Friðriksson, er rasisti með ljótan feril að baki í ræðustól alþingis í kerfisbundnum áróðri gegn flóttafólki og þá sérstaklega Múslimum. Það er ekki einu sinni bara Suðurnesjamenn sem þurfa að skammast sín fyrir Ásmund Grimma, Sjálfstæðismenn þurfa að skammast sín fyrir Ásmund Friðriksson.

Vísir – Reykjavík síðdegis – Segir hælisleitendamál verða kosningamál.

Ásmundur Friðriksson þingmaður hefur reiknað það út hversu mikill kostnaðurinn er við málefni hælisleitenda.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Hinn grimmi veruleiki Ásmundar Friðrikssonar

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.