fréttatilkynning frá Amnesty International

Smelltu hérna og þrýstu á dómsmálaráðherra El Salvador að leysa Teodora del Carmen Vásquez tafarlaust úr haldi.

Teodora del Carmen Vásquez fæddi andvana barn árið 2007 í kjölfar bráðra og alvarlegra verkja sem hún fann fyrir þegar hún var við vinnu. Lögreglan handtók hana þar sem hún lá í blóði sínu á vinnustaðnum. Síðar var hún dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði, þar sem ályktað var að hún væri sek um fóstureyðingu fremur en að hún hefði þjáðst af vandkvæðum á meðgöngu.

 

Hlaut 30 ára fangelsisdóm í kjölfar andvana fæðingar

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn