Jóna Salmína Ingimarsdóttir 2

Ég er nú að sjá þetta fyrst núna Jóna Salmína. Ég veit ekki hvað ég get sagt við þig annað en að ég vona að þú takist á við þetta mál af heiðarleika og auðmýkt. Ummælin eru mjög alvarlegt afbrot og eru refsiverð. Ég get nú ekki orða bundist yfir framkomu sambýlismanns þíns sem hefur ekki viljað gangast við málinu á opinberum vettvangi. Ummælin eru sett fram á opinberum vettvangi, það þýðir einfaldlega að maðurinn þarf að gangast við þeim á opinberum vettvangi, því eins og staðan er þá ert það fyrst og fremst þú sem ert andlit þessa máls.

Á sunnudaginn var. þann 10. júlí barst mér póstur frá Jónu Salmínu Ingimarsdóttur í Vestmannaeyjum þar sem hún óskar eftir því við mig að ég fjarlægi grein um sig af Sandkassanum. Hún viti ekki hvað hafi gerst, einhver hafi hakkað sig inn á hennar aðgang á facebook og að hún myndi aldrei gera svona.

Póstinn sá ég því miður ekki fyrr en í gær, 13. júlí. Þar sem að þá höfðu átt sér stað vendingar í málinu, meðal annars þá hefur hún tjáð Semu Erlu í tölvupósti að hún hafi vitað síðan á laguardag 9. Júlí, um að sambýlismaður sinn hafi skrifað hatursummælin. Fátt annað hafi verið rætt þeirra í milli en hvernig hann eigi að takast á við stöðuna. Jóna Salmína sagði því ósatt í nokkra daga, þar á meðal í viðtali við DV um að hún vissi ekkert um þetta mál, en áður en að viðtalið við DV kom út, þá áttaði Jóna Salmína sig á að við vorum með bréf frá henni sem að sýndi að málflutningur hennar við DV væri falskur. Þá reyndi Jóna að fá DV til að setja ekki út viðtalið sið sig sem þeir urðu að sjálfsögðu ekki við, klukkan 16.00 sama dag birtum við okkar upplýsingar í málinu sem stönguðust fullkomnlega á við svör Jóni við DV. Ég vil reyndar hæla DV fyrir að birta viðtalið þrátt fyrir mótbárur. Þannig að þegar ég svaraði póstinum í gær, 13. júlí, þá varð tók svar mitt eðlilega mið af þeirri þróun sem átt hafði sér stað í málinu. Það svar mitt verður aftur neðst í þessum pistli.

Huldurmaðurinn Snorri

Sambýlismaður Jónu Salmínu hefur þó ekki gefið sig fram ef frá er talið símtal frá honum til Semu Erlu Serdar þar sem hann tjáði henni að hann hefði verið ölvaður er hann ritaði ummælin, því næst baðst hann afsökunar.  Inntur eftir því hvert væri hans næsta skref í málinu, þá kvaðst hann ekki sjá ástæðu til að afgreiða málið neitt öðruvísi en í síma við Semu Erlu sjálfa, það ætti að duga og að ekki yrði látið vita af símatlinu,. Með þessu var því ætlast til að afsökunarbeiðni í síma yrði tekin gild gegn opinberumn ummælum á prenti þar sem að hún er svívirt á allan hugsanlegan máta á grundvelli uppruna síns og henni óskað dauða í hryðjuverkaárás. Ef að mið er síðan tekið af því áreiti sem vinir og fjölskylda Jónu Salmínu sjálfrar hafa haldið uppi í kjölfarið á að gengist var við þessu, þá má ætla í fyrsta lagi að Jóna Salmína, sjái í raun ekkert athugavert við hatursummælin, Sema Erla sé ómöguleg fyrir að hafa ekki gefið út fyrirgefningu í málinu. á facebook síðu sinni segir Jóna Salmína þann 12. Júlí:

“Óskaði eftir að þetta væri búið. Og búið að biðjast afsökunar og útskíra afhverju þetta geriðist. En nei það á að halda áfram. Þetta var set út í mínu nafni sem voru mistök, því svona mindi ég aldrei segja eða hugsa. Sé sem gerði þetta er búinn að biðjast afsökunar þar sem hann gerði þetta undir áhrifum áfengis og undir áhrifum frétta sem segja mani ljóta sögu af múslimum og er fréttir búnar að móta skoðun margra á þessu máli. Það þíðir samt ekki að þessi einstaklingur hafi gert rétt og haf rétt á að skrifa svona, en þessi hræðilegu mistök gerðust undir mínu nafni og hefur þessi einstaklingur beðist afsökunar bæði við mig og Semu en hún vil ekki takka því, sem mér finst afskaplega skrítið, Hver vil halda svona stríði áfram. Hverslags reiði er þetta. Hvar virði er firirgefninginn. Ég skil þetta ekki.”

Ekki ber þessi texti eða athugasemdir vinkvenna Jónu Salmínu í kjölfarið þess vitni að Jóna Salmína líti á sjálfa sig sem neitt annað en fórnarlamb í málinu. Hér er ekki mikill raunverulegur kristniboðskapur á ferðinni ef út í það er farið, þótt þarna innan um séu yfirlýstir safnaðarmeðlimir í Hvítasunnu, svo sem eins og Signý Guðbjartsdóttir dagskrárstjóri á Lindin Útvarpsstöð.

Umræðurnar eru kostulegar og ganga þær jafnvel svo langt að segja Semu Erlu ekkert betri. Siðblinda þessa fólks er lýsandi réttlætingum og ásökunum í garð Semu Erlu Serdar. Gefin skuli út fyrirgefning af hennar hálfu og annað sé barasta ekki boðlegt. Ásrún Karlsdóttir nokkur gengur svo langt að segja að Sema Erla þurfi að sjá að sér;

Jóna Salmína

 

 

Að síðustu, þá vil ég biðja Snorra Þór Guðmundsson í Vestmannaeyjum afsökunar á að nafn hans skuli hafa verið tengt við þetta mál en satt best að segja þá höfum við á Sandkassanum gefist upp á að fá frekari upplýsingar af viti frá Jónu Salmínu um þetta mál. Hún kemur jú fyrir sem hin algóða og alelskandi og einfalda persóna og vill koma þannig fyrir, en hún hefur þó logið að okkur ítrekað sem og að almenningi, hún hefur einnig pinnað málinu yfir á sambýlismann sem síðan virðist láta sér vel líka að Jóna Salmína sé andlit hans í þessu máli en að hann komi hvergi fram nema í símtali sem að síðan er óskað eftir að ekki sé talað um.

Sjálfur er ég farin að stórefast um tilvist sambýlismannsins og hallast að því að Jóna hafi einfaldlega álitið sig geta klórað sig út úr málinu með þessum aðferðum, hafi mögulega bara skrifað ummælin sjálf og sé nú að fara á taugum vegna þess hvernig málið kemur fyrir en það verður að teljast ótrúverðugt í alla staði, meðan að Snorri stígur ekki fram sem maður í stað músar.

Hér má því lesa svar mitt til Jónu Salmínu sem ég sendi í gær, 13. Júlí:

Ég er nú að sjá þetta fyrst núna Jóna Salmína. Ég veit ekki hvað ég get sagt við þig annað en að ég vona að þú takist á við þetta mál af heiðarleika og auðmýkt. Ummælin eru mjög alvarlegt afbrot og eru refsiverð. Ég get nú ekki orða bundist yfir framkomu sambýlismanns þíns sem hefur ekki viljað gangast við málinu á opinberum vettvangi. Ummælin eru sett fram á opinberum vettvangi, það þýðir einfaldlega að maðurinn þarf að gangast við þeim á opinberum vettvangi, því eins og staðan er þá ert það fyrst og fremst þú sem ert andlit þessa máls.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Huldumaðurinn í Vestmannaeyjum

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.