Í grein sem birt var á Sandkassanum í morgun er fjallað um grein eftir Guðberg Bergsson rithöfund. Í greininni fjallar hann um stúlkur sem eru helst til málglaðar:

“Svo henti það, sem alltaf gerist, að glæsimennið er ásakað fyrir að hafa farið í óleyfi upp á stelpu og hún heimtar hjónaband eða pening. Áður var hlegið í þorpum að þannig stelpupussulátum en nú er öldin önnur á íslenska menningarlandinu.”

Nú vil ég taka fram að ég hef svo sem aldrei álpast upp á kvenmann í leyfisleysi. En þessi orð Guðbergs eru þó tímanna tákn. “nú er öldin önnur” segir Guðbergur og á að sjálfsögðu við að áðurnefnd hegðun stelpunnar, hafi nú fengið visst samfélagslegt samþykki í skjóli ýmissa mis valtra kenninga sem eru bendlaðar við femínisma eða kynjafræði (því miður og ranglega).

Í dag skiptir niðurstaða dómstóla og útkoma úr rannsóknum ekki máli í rauninni. Með tilkomu samfélagsmiðla þá situr dæmdur morðingi í fangelsi og tjáir sig í sífellu um morðið á netinu. Barmar sér yfir hve illa yfirvöld hafi komið fram við hann. Þetta má hann, kannski því miður en hvað er hægt að segja við þessu ?

Hvað varðar stelpuna sem vill “hjónaband eða pening”, þá er því miður það fólk sem er nógu veiklundaðað til að slást í för með persónu sem þessari og taka þátt í málflutningi hennar, þrátt fyrir að þekkja alls ekki til málsins þá eru orð fúlu & ástarsjúku stelpunar látin nægja. Þarna er á ferðinni viss greindarskortur sem býr um sig innan hópa fólks. Þótt einstaklingarnir í hópnum geti verið við sæmilega meðalgreind þá eru þeir þó sjaldnast mjög skarpir. Vissulega þarf þáttakendur í myndarlegri nornabrennu og mega brennuvargarnir ekki vera nein séní & helst ekki alveg heilir á geði heldur.

Ef þið hafið sjálf eða þekkið einhvern sem hefur lent í að vera með persónu á bakinu til margra ára sem þið viljið helst ekkert samneyti við þá samhryggist ég ykkur. Ég held ekki að neinn skilji hvernig það er sem ekki hefur reynt það hvernig það er að vera með sturlaðan geðsjúkling á eftir sér til margra ára sem hefur einsett sér að vinna þér eins mikin skaða og mögulegt er. Slíka persónu stöðvar engin dómsniðurstaða eða rök eða staðreyndir mála, slík persóna er einfaldlega á sér díl í samfélaginu.

Það er ekki ólöglegt að segja frá sinni reynslu í fjölmiðlum og vonandi verður frelsið til að tjá sig um persónulega reynslu sína aldrei numið úr gildi.

En þegar að öryggi barns er í húfi þá snýr málið öðruvísi enda skulu hagsmunir barns ávalt hafðir í fyrirrúmi. Þá þurfum við að láta þetta yfir okkur ganga að lang stærstum hluta og reyna um leið að stýra málum barnsins í þá veru að það hljóti ekki varanlegan skaða af stórfurðulegu háttalagi persónunar og brennuvörgum hennar. Þetta er í raun vonlaust verkefni enda stjórnar þú ekki öðru fólki. Því síður persónu sem augsýnilega gengur ekki á öllum cylindrum.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

“hún heimtar hjónaband eða pening”

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.