hundurHundar hafa brenglað tímaskyn. Fylgjast ekkert með klukkunni. Þeir kunni ekki einu sinni á klukku.

Þegar hundur er skilinn eftir einn heima þá gerir hann sér enga grein fyrir því hvort heimilisfólkið er fjarverandi í 5 mínútur eða 8 klukkutíma. Fjarverutíminn skiptir hundinn ekki máli. Hann gerir ekki greinarmun á langri og stuttri fjarveru. Dottar jafnvel þegar hann er einn og veit ekkert hvað hann sefur lengi.

Þegar hundur hlær þá gefur hann frá sér hljóð sem líkist því að hann sé að snýta sér. Hann andar snöggt frá sér. Kímnigáfa hunda er sérstæð. Hundur hlær að ýmsu sem okkur þykir ekkert fyndið. Sömuleiðis er hægt að segja hundi bráðfyndinn brandara og hann hlær ekki. Setur upp hundshaus, starir á mann skilningsvana augum og “pönslínan” fer fyrir ofan garð og neðan.

Latest posts by Jens Guð (see all)

Hundar

| Jens Guð |
About The Author
-