skilaboð á https://www.facebook.com/ekkifleiribrottvisanir/

1. Kynnst þeim. Hafðu samband við Rauða krossinn eða fólk sem þekkir flóttamenn á Íslandi. Oft vantar þá ýmiss konar aðstoð, en fyrst og fremst skiptir máli að eignast vini hér. Vertu heimsóknavinur hjá Rauða krossinum: http://www.raudikrossinn.is/page/rki_gerastsjalfbodalidi

2. Haft samband við stjórnvöld. Innanríkisráðherra fer með málefni útlendinga, þar á meðal umsækjenda um vernd. Tölvupóstfang hennar er olof.nordal@irr.is. Í hennar umboði starfar Útlendingastofnun. Tölvupóstfang forstjóra Útlendingastofnunar er k.volundar@utl.is. Velferðarráðherra sér um móttöku hópa flóttamanna. Tölvupóstfang hennar er postur@vel.is. Sum sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga að taka við flóttamönnum. Hvettu þitt til dáða!

3. Látið heyra í sér. Það skiptir máli hvernig tónninn í samfélaginu er. Ef þeir einu sem tjáðu sig væri rasistar, þá myndi skipta litlu hvað þeir eru fáir. En margt gott fólk skrifar greinar og athugasemdir og talar í sjónvarp og útvarp af mannúð. Þau eru að drekkja rasisma. Hjálpum þeim!

4. Stutt við hjálparstarf á stríðssvæðum. World Food Program, undirstofnun Sameinuðu þjóðanna, dreifir mat til sýrlenskra flóttamanna en skortir fjármagn. Heimasíða þeirra er hér: http://www.wfp.org/emergencies/syria og tölvupóstur formanns fjárlaganefndar Alþingis er vigdish@althingi.is.

5. Aðstoðað erlendis. Ef þú ert á ferðalagi eða býrð í Evrópu, þá er líklegt að í grenndinni séu flóttamenn og sjálfboðaliðar að hjálpa þeim. Þetta á sérstaklega við á grískum eyjum, þar sem nær öll aðstoð við flóttamenn er sjálfboðin af túristum og heimamönnum. Þú getur hjálpað líka.

 

Hvað getur maður gert til að hjálpa flóttamönnum?

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn