nordic-resistance

svar viðkomandi til fréttamanns Fréttablaðsins:

„Við erum breið samtök sem störfum aðallega utan þings.”

Þetta bendir óneitanlega til þess að hér sé á ferðinni einhver úr röðum stjórnarflokkanna sem telur sig hafa aðgang að þingmönnum, sendir þeim án efa tölvupósta og telur að orð hans/hennar séu tekin til greina.

Vandamálið í Svíþjóð í dag er uppgangur Nasista, ekki múslima

Þeir sem búa í Svíþjóð og horfa á málin af raunsæi gefa lítið fyrir að einhver sérstök vandamál fylgi Múslimum. Vandamálið í Svíþjóð í dag er uppgangur Nasista. Það sama er uppi á teningnum hér á landi þar sem að Múslimar hafa ekki verið til nokkurra vandræða hér, en öðru gegnir um tilburði öfga-þjóðernishreyfinga sem spretta upp úr holræsinu að því er virðist. Þegar að nánar er skoðað þá kemur jafnan í ljós að liðsmenn eru margir hverjir menn sem þótt hafa ónothæfir og ótraustverðugir innan hægri flokkanna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Þeir hafa því engin tækifæri fengið innan þeirra raða en hafa þess í stað mannað hinar svonefndu skrímslasveitir.

Skrímslasveitir flokkanna eru hópar fólks sem má kalla dreggjarnar innan þeirra raða. Þetta fólk stundar alls kyns undirróðursstarfssemi í stuðningi sínum við flokkinn eða aðila innan hans. Þetta eru jafnan sturlaðir einstaklingar sem við leiðum hjá okkur en geta þó valdið talsverðum usla. Þetta fólk lekur upplýsingum, breiðir út alls kyns róg, stundar kosningasmölun og ræðst að persónum ef það hentar þeirra málstað. Internetið er vissulega helsti vettvangur þessa fólks í dag.

Íslenska Þjóðfylkingin er í raun skrýmslasveit sem ákveðið hefur að bjóða fram, þetta fólk hefur hlaupist undan merkjum sinna flokka á hægri væng stjórnmálanna enda búið að gera sér grein fyrir því að þeim verður ekki veittur framgangur innan þeirra raða. Jú undantekningar eru menn sem hafa fengið að spreyta sig en endað hafa sinn pólitíska feril snarlega með hneykslis eða spillingarmálum, svo sem Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri og Magnús Þór Hafsteinsson fyrrverandi varaformaður Frjálslynda Flokksins. Aðrir innan þessara raða eru Hallur Hallsson sagnfræðingur sem engin hlustar á, Valdimar Jóhannesson öfga-Síonisti og Múslimahatari, Gylfi Ægisson sem ég veit nú ekki lengur hvað maður á að kalla ect.

Munurinn á Íslensku Þjóðfylkingunni og Norrænu mótstöðuhreyfingunni er kannski sá að Norræna fer ekki í grafgötur með að starfa samkvæmt Þjóðernissócialisma og í raun hugmyndafræði Nasista og andúð á gyðingum. En Þjóðfylkingin aðhyllist öfga-Síonsisma og virðist aðhyllast útskúfun Múslima. Það er því erfitt að bendla þessar tvær hreyfingar við hverja aðra.

En í raun eru báðar þessar hreyfingar af sama trénu, þær predíka báðar brot á mannréttindum vissra minnihlutahópa og vara við innflytjendum. Norræna hefur það beinlínis á stefnuskrá sinni að flytja alla þá úr landi sem ekki eiga að tilheyra Norrænum stofni að þeirra sögn, meðan Þjóðfylkingin vill svo til loka landinu fyrir frjálsri för útlendinga til landsins og stöðva alla flóttamannaaðstoð.

Mögulega lítið að marka Norrænu hér á landi

En sem komið er þá er ekkert sem að bendir til þess að meira en ein persóna standi að baki heimasíðu Norrænu Mótstöðuhreyfingarinnar nordurvigi.is. Það sem er eftirtektarvert á síðunni eru málvillur sem reyndar eru afar algengar hjá þjóðernissinnum en margir þeirra virðast bæði illa skrifandi sem og illa máli farnir. Þetta er í hrópandi mótsögn við boðskap þeirra um að vernda séreinkenni Íslenskrar menningar og sögu. En í þessu tilfelli þá mætti halda að vél hafi þýtt erlendan texta sem síðan hafi kannski verið lagfærður eitthvað en ekki nóg. Þetta rennir stoðum undir þessa tilfinningu að umfang starfssemi Norrænu sé af skornum skammti hér á landi, ef þá nokkrum.

Í öllu falli þá þarf að fylgjast vel með mögulegum uppgangi Nasista hér á landi, því miður þótt ég efist raunar um að yfirlýsingar þess aðila sem svarað hefur fréttamönnum skriflega sé neitt annað en plat. Ég get þó ekki staðhæft það.

Þó kæmi það mér ekki á óvart að þessi persóna sé einnig meðlimur í Íslensku Þjóðfylkingunni, sé einhver sem á það til að þreyta þingmenn með tölvupóstum. Í öllu falli þá bendir svar viðkomandi til fréttamanns Fréttablaðsins til þess:

„Við erum breið samtök sem störfum aðallega utan þings.”

Þetta bendir óneitanlega til þess að hér sé á ferðinni einhver úr röðum stjórnarflokkanna sem telur sig hafa aðgang að þingmönnum, sendir þeim án efa tölvupósta og telur að orð hans/hennar séu tekin til greina.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Hver er maðurinn – Norræna mótstöðuhreyfingin ?

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.