“Hvaðan kemur eiginlega þetta sjálfsálit? Hvar er dómgreind og sjálfsgagnrýni? Hvílík sjálfsánægja!”

Njörður P. Njarðvík

chick

Það er alveg sjálfsagt að umræða fari fram um forsetakjör og frambjóðendur. En það er oftast ógeðfellt þegar andstöðu er lýst við frambjóðanda. Grunnur þessa er að framboð Ólafs Ragnars Grímssonar er löglegt og þar með eðlilegt. Það er vissulega óheppilegt fyrir einhverja frambjóðendur að Ólafur Ragnar hafi verið búin að segjast ætla að hætta í nýársávarpi, en þessi ákvörðun Ólafs Ragnars er þó engan vegin tilefni til neinnar ásakannagleði.

Þá er dregin á flot minniháttar fyrrverandi forsætisráðherra frá árinu 1987 sem undanfarin ár hefur barist fyrir ESB aðild og starfað sem stjórnarformaður í banka.

Þá lekur fýlan af áhugamönnum um búsetu á Bessastöðum, Fréttablaðið gengur svo langt að draga til fólk sem ekki var búið að lýsa yfir framboði, svo sem Guðna Th.Jóhannesson og Bergþór Pálsson. Enda verður að segjast að þeir frambjóðendur sem voru sannarlega búnir að lýsa yfir framboði en hafa hætt við í framhaldi af ákvörðun Ólafs Ragnars, eiga það sameiginlegt að hafa átt svo til enga möguleika á kjöri.

caricature_jimmy_carterÁður en Ólafur Ragnar tilkynnti um framboð sitt þá voru óánægjuraddir margar og háværar. Sú tilfinning virtist nokkuð almenn að ekki hefði komið fram neinn frambjóðandi sem í raun hefði eitthvað í embættið að gera.

Þá sagði rithöfundurinn Njörður P. Njarðvík um frambjóðendur eftirfarandi:

“Gömul ráðlegging segir að menn skuli ekki sækjast eftir verkefni sem þeir ráða ekki við. Þegar ég lít yfir nafnalista þeirra sem hafa lýst yfir framboði til embættis forseta Íslands, undrast ég stórlega,”

Þá gengur Njörður lengra og segir:

“Hvaðan kemur eiginlega þetta sjálfsálit? Hvar er dómgreind og sjálfsgagnrýni? Hvílík sjálfsánægja!”

Eftir stendur spurningin um áframhaldandi tilvist þessa embættis. Ég er þannig gerður að mér er embættið í raun á móti skapi. Ég hef verið ánægður með störf Ólafs Ragnars en það er einungis vegna þess að aðrir lýðræðisventlar hafa ekki verið til staðar. Eftir sem áður þá stendur meiriháttar stefnumörkun upp á embættið. Það er sem dæmi alls ekki boðlegt að forsetinn skuli ekki ávarpa reglulega innflytjendur á Íslandi í sínum ræðum, þótt þeir séu um 10% landsmanna. Ef forseti heldur ræðu á hvaða vettvangi sem er, þá er eðlilegt að hann ávarpi jafnan innflytjendur og fólk sem er af ólíku bergi brotið, hvort sem þeir eru 2. eða 3. kynslóðar.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

“Hvílík sjálfsánægja!”

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.