stasicat

 

Nú skiptir það engu hvort greiningardeild hafi verið starfrækt innan veggja ráðuneytisis þar sem upplýsingasöfnun hefur átt sér stað, eða hvort vinnan hefur verið boðin út og hún framkvæmd af sérfróðum aðilum úti í bæ. Hvort tveggja er ígildi greingardeildar.

Í leiðara sínum á Sprengisandi á Bylgjunni þann 17. apríl, sagði Sigurjón M. Egilsson frá afar sérstæðum fundi sem hann átti með fyrrv, Forstætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni:

“Ráðherran fyrrverandi hafði greiningardeild í sínu ráðuneyti. Sú greiningardeild vann ekki við að greina afleiðingar þess að fólk eins og hann, léki ekki með, ekki af fullri alvöru, í barráttu Íslendinga til endurreisnar eftir afleiðingar af starfi ömurlegra stjórnmálamanna á árunum fyrir hrun. Nei, sú greiningardeild dundaði sér við að flokka niður það sem ég sagði og skrifaði, sem og ýmsir aðrir. Þetta veit ég frá fyrstu hendi.

Ég var kallaður á teppið, og þá var búið að greina skrif mín og og orð og mér tilkynnt sú niðurstaða margra stjórnarþingmanna að ég gerði fyrrverandi forsætisráðherra erfitt fyrir sem og ríkisstjórn hans og væri þeim til trafala. Hann bar sig illa. Hann nefndi fleiri gagnrýnendur á nafn í sömu andrá. Ég hafði samkvæmt greiningu oftast verið vondur við Framsóknarflokkinn, en svo við ríkisstjórnina og síðan við Sjálfstæðisflokkinn muni ég röðina rétt. Það verður að segjast að ég gladdist við að heyra niðurstöðurnar. Ég hafði að mati greingardeildar stjórnarráðs Íslands, verið mest gagnrýnin á flokk fórsætisráðherra, síðan ríkisstjórnina, og svo hinn stjórnarflokkinn. Sem sagt á ráðandi öfl. Fín umsögn það !”

65-officebig_rtSigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrv. forsætisráðherra í öllu falli, hefur lagt stund á það að kalla fjölmiðlafólk inn á teppi til sín í þeim tilgangi að veita þeim aðhald. Hann hefur ekki látið sér nægja að rægja fjölmiðla við hin ýmsu tækifæri svo að flestum hefur þótt nóg um, heldur gekk hann mun lengra. Þá kallaði hann til sín fyrrv. útvarpsstjóra Pál Magnússon, umsjónarmann Sprengisands Sigurjón M. Egilsson, Kristín Þorsteinsdóttir ritstjóri 365 miðla.

Magnús Geir Þórðarson, núverandi útvarpsstjóri, segir í samtali við blaðamann Stundarinnar, að hann hafi fengið ábendingar og athugasemdir frá valdhöfum. Þær hafi stundum farið yfir línu sem eðlileg geti talist og þá hafi hann gert athugasemdir.

Nú skiptir það engu hvort greiningardeild hafi verið starfrækt innan veggja ráðuneytisis þar sem upplýsingasöfnun hefur átt sér, eða hvort vinnan hefur verið boðin út og hún framkvæmd af sérfróðum aðilum úti í bæ. Hvort tveggja er ígildi greingardeildar.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Greiningardeild Framsóknar-STASI

| Leiðari |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.