tumblr_lmh932OqSA1qizu52o1_500

Þeir sem halda öðru fram eru að segja vitleysu, bulla og/eða jafnvel ljúga í einhverjum annarlegum tilgangi. Þetta á við um þjóðernissinna eða hinar hreinu net-meyjar sem ég kýs að kalla þá

Svo virðist sem að talsvert séu um hreinar net-meyjar á netinu þessa dagana. Fólk sem ekki er sjóað í rökræðum og kann ekki þá list. Þetta eru þjóðernissinnar sem virðast halda að þeir geti hópast inn í umræður og tekið þar mann og annan. Þetta gengur kannski inni á lokuðum facebook grúppum en á opinberum spjallþráðum sem koma fyrir augu allra, þá eru kröfurnar til málflutnings mun meiri og harðari.

Óharðnaðir á netinu setja fram alls kyns huglægar skoðanir sem þeir sjálfir/sjálfar, eiga oft á tíðum erfitt með að henda reiður á, geta illilega rökstutt, og eru með litlar sem engar heimildir fyrir því sem þeir/þær halda fram. Flest þetta fólk verður ekki langlíft á netinu í neinum umræðum, lifir þær ekki af og finnur sér á endanum skjól á öðrum vettvangi enda þreytist það eðlilega á því að vera pakkað saman af öðrum hverjum reyndum bloggara.

Einn af þeim pyttum sem hreinar net-meyjar falla gjarnan í, er að styðjast við útjöskuð munnmæli í sínum greiningum. Þ.e.a.s. Í stað þess að lesa Dyflinarreglugerðina sem dæmi, þá er stuðst við eitthvað sem einhver sagði um Dyflinarreglugerðina, hann/hún hafði jafnvel heyrt rantinn frá einhverjum öðrum, og svo koll af kolli. Nú þetta er mjög algengt, að fólk hafi aldrei lesið gögnin sem viðkomandi er að gagnrýna. Fólk er því að fara með staðlausa stafi trekk í trekk um hluti sem það veit ekkert um, byggt á upplýsingum sem farið hafa í gegn um mörg eyru og marga munna með tilheyrandi misskilningi og bulli.

Svo virðist sem að mikill misskilningur hafi átt sér stað meðal þjóðernissinna hvað varðar Dyflinarreglugerðina. Sá misskilningur felst í þeirri kenningu að Íslendingar hafi ekki leyfi til að taka við hælisleitendum sem hafa komið til Íslands frá öðru Schengen landi, því beri að senda þetta flóttafólk beinustu leið til baka til fyrsta Schengen landsins sem þau kom til, áður en leið þeirra lá hingað.

Þetta er náttúrulega tóm della og bendir einungis til þess að sá sem heldur þessu fram hafi annað hvort:

a) ekki lesið Dyflinarreglugerðina.

b) lesið Dyflinarreglugerðina en skilji hana ekki.

Nú það besta sem fólk getur gert ef það á við þetta vandamál að glíma er að annað hvort temja sér eðlileg rannsóknarvinnubrögð og hætta alfarið að setja fram hluti á prenti sem það veit ekki 100%, eða að gera öllum þann greiða að hætta að hafa sig í frammi í opnum umræðum á netinu.

Í öllu falli þá fer illa fyrir þeim sem ætla að halda uppteknum hætti og fara fram með hávaða og látum haldandi fram bulli á netinu, þeir eru teknir í gegn og valtað ítrekað yfir yfir þá þangað til þeir gefast upp. Maður er búin að sjá mikið af fólki sem hefur byrjað að blanda sér í umræður á netinu í einhvern tíma, 3 mánuði+ en lætur sig síðan hverfa. Þessi vettvangur er ekki fyrir alla og þjóðernissinnar eru ekki líklegir til mikilla afreka í netheimum, til þess eru þeir of veikgeðja og viðkvæmir.

Dyflinarreglugerðin, í henni er heimild til að senda hælisleitendur til fyrsta lands án þess að farið sé efnislega yfir mál þeirra, svo lengi sem sýnt þykir að í fyrsta landinu bíði þeirra öruggt skjól. En takið eftir, um er að ræða heimild, ekki skyldu. Sem sagt, Íslendingum ber engin skylda til að senda hælisleitendur annað. Einnig, ef að fyrsta land er ekki að bjóða upp á öruggar aðstæður fyrir hælisleitandann, þá er þessi heimild ekki fyrir hendi. En á okkur hvílir engin skylda í þessum efnum, langt í frá.

Það er einnig kolrangt að hælisleitandi sem er komin til Íslands frá fyrsta landi, telist ólöglegur innflytjandi. Eðlilega hafa yfirvöld á Íslandi fulla heimild til að hleypa viðkomandi inn í landið og þegar að þar er komið við sögu, þá er viðkomandi alls ekki ólöglegur innflytjandi. Íslensk stjórnvöld hafa fulla heimild til að:

a) hleypa hælisleitendum inn í landið löglega og það gera þau.

b) að vísa ekki frá hælisleitendum til fyrsta lands, þótt það sé þó gert í of miklum mæli.

Þeir sem halda öðru fram eru að segja vitleysu, bulla og/eða jafnvel ljúga í einhverjum annarlegum tilgangi. Þetta á við um þjóðernissinna eða hinar hreinu net-meyjar sem ég kýs að kalla þá. Þeir fara fram með offorsi og með staðhæfingum án nokkura stoða í raunveruleikanum. Þeir munu því ekki eiga langa lífdaga í umræðum í netheimum.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Illa upplýstir þjóðernissinnar/hreinar net-meyjar

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.