Við höfum fjallað um Ingu Sæland frá því í aðdraganda kosninga til alþingis árið 2016. Hún hefur tekið því illa, reifað áætlanir um að draga okkur fyrir dómstóla sem muni kenna okkur lexíu. Inga er í tilvistarkreppu, þekkir ekki sjálfa sig en kynnist sjálfri sér smám saman er hún opnar sína sál í viðtölum við fjölmiðla. Þá gusast út allt sem henni liggur á hjarta.

Það er æði misjafnt sem Inga Sæland hefur að segja, hún hefur gefið í skyn að yfirvöld hafi í hyggju að flytja hingað til lands 1,000,000 flóttamenn. Ýmsar tölur hafa komið fram hjá henni í þessu efni, 500,000 hefur hún einnig sagt. Þetta er að sjálfsögðu skáldskapur.

Inga minnir um margt á Marine Le Pen, hún gerir rétt eins og Le Pen, tilraun til að tengja efnahagsmál ríkisins og hins opinbera flóttafólki. Lífeyrissjóðmál vill hún einnig tengja við flóttafólk. Þetta hefur Marine Le Pen einnig gert og hefur hún sagt efnahagsvandræði Frakka vera afleiðingar innflytjendastefnu og stefnu í málefnum flóttafólks. Þeir sem fylgst hafa með óráðsíu í efnahgsmálum Frakka undanfarin 10 ár vita þó að staða þeirra var til komin löngu áður en flóttamannakrísan.

Ég fagna því að Inga Sæland skuli nú bara gangast við því að hún sé popúlisti (sem er í raun lýðskrumari). Hún  polaríserar meira og minna öll mál sem hún fjallar um, „Hinn saklausi almenningur“ gegn „hinni spilltu valdaklíku“. Þessi hugmyndafræði einkennir öll hennar stefnumál, sem ganga út á að kenna einhverjum um og gera þann aðila hornreka ýmist með að loka fyrirbærinu, senda það í burtu, refsa því á einhvern hátt, sækja fólk til saka ect. Sem sagt að láta málin hverfa.

Nú segir Inga Sæland:

“Ég er sennilega svona Marine Le Pen týpa”

Ég fagna því að Inga Sæland skuli viðurkenna að vera Marine Le Pen týpa sem almennt er álitin vera ígildi Donalds Drump í Bandaríkjunum. Frakkar báru sem betur fer gæfu til að hafna rasistanum Marine Le Pen, bæði í þingkosningum og í forsetakosningum. Það verður einnig niðurstaðan hér á landi.

Uppgangur Nasisma í Evrópu – Marine Le Pen vs Mein Kampf

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Inga Sæland kemur út úr skápnum

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.