Helgi Jóhann Hauksson stjórnmálafræðingur skrifar –

Donald Trump virðist hreinlega boða fasisma í ræðu sinni á flokksþingi Republikana. Lög og reglu fyrst og fremst segir hann – og lofar að stöðva alla glæpi og óeirðir strax 20. janúar 2017 (innsetningadaginn). Rakti fjölgun glæpa og morða í nokkrum borgum og í sömu andrá taldi hann upp fjölda ólöglegra innflytjenda og rakti all ítarlega atvik um morð á háskólastúlku með hæstu einkunn sem ólöglegur innflytjandi myrti — augljóslega er hann að tengja alla glæpi og byssumorð og óöryggi sem bandaríksir borgar búa við við ólöglega innflytjendur. — Og svo eru óróinn í Miðausturlöndum allur sök Hillary Clinton sem fv utanríkisráðherra en hefur ekkert með innrás og stríðið Bush í Írak að gera.

Donald Trump

— Handahreyfingar og stórkallalegt fas í ræðupúlti minna hreinlega á Hitler — en merkilegt nokk töldu líklega allir stjórnmálafræðingar fyrir ekki svo löngu að slíkt fas og handahreyfingar gætu ekki frá og með tíma sjónvarpsins og nálægðar myndavélanna dregið fylgi til stjórnmálamanna.

„I am the Law and order candidate“ — segir hann núna. Þetta er í hnotskurn fasismi. Fasismi leggur megináherslu á eflingu lögreglu og það sem fasisminn skilgreinir sem hlýðni við lög og reglu eins og hann krefst hennar.

— „Americanism, not globalism“

Vill bara innflytjendur sem elska USA og virða gildi þeirra — og lofar að banna alla innflytjendur frá löndum þar sem hryðjuverkamenn hafa komið sér fyrir — sem merkir alla flóttamenn frá stríðshrjáðum löndum.

Og svo nefnir hann annað dæmi um ólöglegan innflytjanda og þessi myrti þrjá.

Hann er verri og órökréttari en versti þáttur á Útvarpi Sögu en á sömu nótum.

Hann ætlar að bjarga óteljandi öðrum fjölskyldum frá þessum grimmu örlögum að ólöglegir innflytjendur myrði fjölskyldumeðlimi. — “We are going to build a great border wall”

„Þann 20. janúar 2017 munu bandaríkjamenn loksins vakna að morgni dags þegar lög í landinu verða virt“ segir hann.

„From George H.W. Bush’s ex-speechwriter
Mary Kate Cary @mkcary

This is a very dark and frightening speech.

July 22, 2016 2:55am“

Býður sömu úrræði og Hitler – byggja vegi, flugvelli og endurnýja herinn – eyða gríðarlega í hernaðarmannvirki og tæki, og tryggja að USA vita alltaf allt um alla …

„Munum algerlega endurnýja allan herinn (og búnað)“.

Hann er allur á þessum sömu nótum – lofar stuðningi við samtök riffileigenda og að allir geti átt byssur eins og þeir telja sig þurfa…

— Myrkasta, neikvæðasta, lengsta og þjóðernissinnaðasta ræða af þessu tagi í sögunni segir panillinn á CNN. Enginn hefur fyrr þegið útnefningu stóru flokkanna í USA með svo myrkri og langri ræðu, segja þeir.

— Menn eru hreinlega í sjokki eftir ræðu Trump, mildaði ekkert úr prófkjörsbaráttunni, gerði ekkert til að sameina sjónarmið heldur ítrekaði verstu heit sín.

Innreið fasismans

| Greinar |
About The Author
- Ritstjórn