WHO-call

Eftir að hafa á undanförnum dögum lesið mig í gegn um haug af upplýsingum hinna ýmsu aðila, Sameinuðu Þjóðanna, UNAIDS, Kofi Annan foundation, Amnesty International, Human Rights Watch, ásamt því að sjá að þeir aðilar sem standa að stefnumörkun UNAIDS eru vel flest mannréttindasamtök heims, þá á ég erfitt með að sjá annað en að við hér heima höfum misst af lestinni, séum ekki með á nótunum og séum bara alls ekki að taka þátt í þeirri stefnumörkun sem er að eiga sér stað í heiminum, gegn refsistefnu og glæpavæðingu kynlífsþjónustu.

Fyrir það fyrsta þá virðist Sænska Leiðin svokallaða, ekki vera að skila árangri svo að heitið geti ef tekið er mið af fjölda brotaþola sem leita til lögreglu. Í grein frá árinu 2009 eftir lögfræðinginn Þórunni Hyrnu Víkingsdóttur kemur eftirfarandi fram um galla Sænsku Leiðarinnar:

Þótt dregið hafi úr götuvændi í Svíþjóð eru vísbendingar um að vændi hafi færst í undirheimana með þeim afleiðingum að erfiðara er að hafa eftirlit með því og veita þeim sem stunda vændi félagslega aðstoð. Staða vændismiðlara getur styrkst, m.a. vegna þess að kaupendur vændis verða ófúsari til að bera vitni gegn þeim og koma þar með upp um sjálfa sig.

5 árum seinna árið 2014 er þetta í samræmi við orð Friðriks Smára Björgvinssonar yfirmanns Kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar en hann sagði í viðtali við Fréttablaðið: “yfirleitt er ekki mikið um samstarfsvilja“og brotaþolar þyrftu “að leita sér hjálpar hjá félagslega kerfinu að eigin frumkvæði.

Einnig er ljóst að fjöldi brotaþola í vændiskaupamálum er fáránlega lár og í engu samræmi við allar vísbendingar um fjölda vændiskaupenda. Niðurstaðan sýnir svo ekki verður um villst að fólk í kynlífsiðnaði leitar bara ekki til lögreglu af ótta við neikvæðar afleiðingar þess. Sænska Leiðin hefur beðið skipbrot.

Á vettvangi barráttu fyrir mannréttindum hljómar út um allan heim sama krafan, frá Perú til Vestur Afríku, til Bandaríkjanna, um afglæpavæðingu ekki einungis vændisstarfssemi, heldur einnig eiturlyfja, fóstureyðinga, samkynhneigðar, Transfólks og svona mætti áfram telja. Ég fæ bara ekki séð að neitt muni koma í veg fyrir að gjörvallur heimurinn sé að verða mjög andsnúinn refsistefnunni og að krafan um að fjármunir verði frekar settir í heilsugæslu og skólakerfi í stað fangelsa, sé háværari en nokkru sinni fyrr.

Þessi á rennur bara í eina átt og það er vont ef að pólitískir lukkuriddarar hér á landi hafa hugsað sér að synda upp á móti straumnum öllu lengur, því augljóslega hafa þeir sem áttu að vera að fylgjast náið með þróun þessara mála, þeir sem að gala hvað hæðst um kvenréttindi dag hvern, augljóslega voru þessir trompetar uppteknir við að einangra landið í vondri stefnu sem er allt í senn, skaðleg tímaskekkja og vond pólitík.

 

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Ísland einangrað í refsistefnu sinni

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.