Morteza Songolzadeh, Íranskur hælisleitandi sem til stendur að vísa til Frakklands.

Leiðari:

Útlendingastofnun lýtur pólitískri stjórn, Formaður og varaformaður Kærunefndar Útlendingamála eru báðir skipaðir af ráðherra og verður það að teljast stórgallað fyrirkomulag. Nú hefur það orðið sí augljósara að brottvísanastefna Útlendingastofnunar og Kærunefndarinnar byggir á gríðarlega þröngri túlkun á alþjóðalögum í óhag hælisleitenda. málsmeðferð stofnunarinnar er óvönduð. Þetta vinnulag stofnunarinnar er í raun rannsóknarefni út af fyrir sig fyrir aðila eins og umboðsmann alþingis enda eru þetta glæpir gegn flóttafólki.

GW-badgeÞað er mjög erfitt að horfa fram hjá ýmsum merkjum um fjöldabrottvísanir í starfssemi Útlendingastofnunar. Það er t.d. ekkert sem að réttlætir brottvísun hins Íranska Morteza Songolzadeh til Frakklands á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar, þegar að vitað er að:

 

a) Hælisumsókn Morteza hefur þegar verið hafnað í Frakklandi, hann verður því sendur beint til Íran.

b) Morteza hefur verið dæmdur til dauða í Íran, maðurinn hefur dóminn undir höndum.

sigmundurHér er einfalt og klárt brot á Dyflinarreglugerðinni og Flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna og það sem er verst í þessu er að óútskýranlegur vilji til þess að brjóta á fólki virðist hér vera á ferðinni. “Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveður á um á um rétt manna til að leita og njóta griðlands erlendis en tilgangur Flóttamannasamningsins er að gefa þeim einstaklingum sem ekki njóta verndar gegn ofsóknum í eigin landi kost á því að leita verndar hjá öðrum þjóðum. Samningurinn kveður á um vernd til handa þeim sem eru í hættu vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana.” (Guðrún D. Guðmundsdóttir)

Bann við fjöldabrottvísunum

Eitt mikilvægasta atriðið sem kveðið er á um í Flóttamannasamningnum er ákvæði um fjöldabrottvísanir. Ef að stjórnvöld í því landi sem að sótt er um vernd hjá halda ekki úti viðunandi greiningarfyrirkomulagi þar sem að hver og ein einasta hælisumsókn fær faglega og vandaða greiningu, en vísar fólki þess í stað úr landi án fullnægjandi greiningar, þá er slík afgreiðsla brot á alþjóðalögum. Ef að meiningin er samkvæmt nýju útlendingalögunum að notast við lista yfir örugg lönd á Schengen svæðinu og að ekki verði gerð nákvæm athugun á umsókn viðkomandi, áður en ákveðið er að hafna umsækjanda um efnislega meðferð. Þá eru slík vinnubrögð brot á alþjóðalögum.

Það stendur því upp á nýjan stjórnarmeirihluta að gera nýjar starfsreglur fyrir Útlendingastofnun. “Flóttamannasamningurinn kveður á um vernd til handa þeim sem eru í hættu vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana. Ofsóknir geta verið af ýmsum toga: Fólk leitar ásjár utan heimalands af ótta við kynbundið ofbeldi s.s. kynfæralimlestingu eða heiðursmorð; börn flýja nauðungarvinnu og barnahermennsku; fólk er ofsótt vegna kynhneigðar eða þess að það tilheyrir tilteknum trúarhópi eða kynþætti, svo fátt eitt sé nefnt.” (Guðrún D. Guðmundsdóttir)

Slæmt fordæmi Evrópusambandsins

´Flóttamannasamningurinn milli Evrópusambandsins og Tyrklands hefur því miður einkennst af fjöldabrottvísunum (Mass deportations), þar sem að fólki úti á götu í Grikklandi er skóflað upp í rútur af hermönnum og það nauðungarflutt til Tyrklands. Fólkið fær í mörgun tilfellum ekki að ná í föt sín og skilríki og fjölskyldum er sundrað í þessum ólöglegu aðgerðum Grikkja. Það sem er kannski sorglegast í þessu er að Evrópusambandið var fyllilega meðvitað um að hvorki Grikkir né Tyrkir byggju yfir dómskerfi eða félagslegu kerfi sem gæti starfað samkvæmt Dyflinarreglugerðinni og að ekki kæmi til fjöldabrottflutninga. Því má slá því föstu að allr brottvísanir til Tyrklands frá því að samningurinn tók gildi snemma í vor, eru ólöglegar.

Þetta er ekkert leyndarmál, þessar fregnir hafa komið frá mannréttindasamtökum sem eru með sitt fólk á þessum svæðum frá því að samningurinn tók gildi og alltaf var vitað að ekki yrði hægt að framkvæma brottvísanir samkvæmt Dyflinarreglunni. Tilurð samningsins, gerð hans og hönnun er því risavaxið mannréttindabrot af hendi Evrópusambandsins og allra aðildarríkja þess, sjálfs leiðtogaráðsins.

Íslendingar apa upp fúskið

Íslendingar hafa hingað til viðhaft sams konar fúsk með tilstilli Útlendingastofnunar sem lýtur fullkomnlega pólitískri stjórn. Ábyrgðin verður skoðuð af sagnfræðingum framtíðarinnar og verður þáttur Íslands í móttöku á flóttafólki en svartari blettur í sögu landsins en þær brottvísanir gyðinga sem við stunduðum í heimsstyrjöldinni seinni. Hér er nefnilega á ferðinni skipulögð glæpastarfssemi Íslenska Ríkisins þar sem að gerendurnir eru fyllilega upplýstir um ólögmætið, kjósendur einnig.

Munu þeir flokkar sem nú taka við stjórn landsins raunverulega reka af okkur slyðruorðið í málefnum flóttamanna ?

það er alls ekki í hendi þrátt fyrir allan heimsins fagurgala í aðdraganda kosninga. Þrátt fyrir allar loftmestu yfirlýsingar stjórnarandstöðuflokkanna um þessar mundir, þá er staðreyndin þó sú að engin ríkistjórn hér á landi hefur látið sig málefni flóttafólks eða innflytjendamál varða, hvort sem þær hafa verið vinstri eða hægri stjórnir. Það hefur alla tíð ríkt vandræðaleg þögn um þennan málaflokk og má segja að þar hafi allir flokkar verið samsekir um að vagga bátnum sem minnst. Viss breyting hefur orðið á þessu með tilkomu yngri þingmanna úr ýmsum flokkum, en ný útlendingalög eru einungis gróf og stórgölluð byrjun á endurbótum sem verður að fara strax í. Algjör uppstokkun á Útlendingastofnun, nýr forstjóri og nýjar starfsreglur eru lífsspursmál fyrir þá sem að hér búa, að ekki verði áfram unað við þessi glæpsamlegu vinnubrögð sem eiga sér hreinar pólitískar rætur.

Efni og upplýsingar mínar koma víða að, úr skýrslum Human Rights Watch, úr greiningum Elizabeth Collett framkvæmdastjóra Migration Policy Institute Europe, skrifum Guðrúnar D. Guðmundsdóttur, Mannréttindastkrifstofu Íslands, No Borders og víðar.

ESB-Tyrklands samningur – þverstæður og spurningar um lögmæti

Evrópa lokar á flóttamenn

Efni og upplýsingar mínar koma víða að, úr skýrslum Human Rights Watch, úr greiningum Elizabeth Collett framkvæmdastjóra Migration Policy Institute Europe, skrifum Guðrúnar D. Guðmundsdóttur, Mannréttindastkrifstofu Íslands, No Borders ect.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Íslensk yfirvöld fylgja slæmu fordæmi Evrópusambandsins í hælismálum.

| Greinar, Leiðari |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.