Pink HitlerEftir að flokkurinn “Íslenskir Nýrasistar” hóf göngu sína hér á Sandkassanum hefur ýmislegt gengið á. Einhverjir hafa sagst hafa lagt fram kærur sem ekkert hefur heyrst af, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir þingkona og formaður fjárlaganefndar alþingis. Eins og komið hefur fram þá truflar þetta P.R. stunt fólks eins og Vigdísar eða Gústafs Níelssonar okkur ekki. Grundvöllur fyrir málsókn er einfaldlega ekki til staðar.

Þá hafa nokkrir einstaklingar óskað eftir því skriflega við Sandkassann að þeir verði settir á listann, sem verður að teljast fremur sérstakt. Í öllum tilfellum hafa þessir umsækjendur (ef að svo má að orði komast), verið meðlimir í Íslensku Þjóðfylkingunni.

Ekki svo að skilja að ég telji neinn vafa leika á því að Þjóðfylkingin er flokkur nýrasista, stefnuskrá hans gengur út á stjórnarskrárbrot og mannréttindabrot í garð útlendinga.

Í dag birtum við “Íslenskir Nýrasistar – 26. Helgi Helgason“, en Helgi er leiðtogi Íslensku Þjóðfylkingarinnar. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki verið settur fyrr á þennan lista er sú, að meiningin er alls ekki að setja fólk á þennan lista sem þráir líklega fátt heitara en athygli. Þá er einnig sú viðmiðun á ferðinni að viðkomandi haldi sterkri nærveru í opinberri umræðu og hafi þar með áhrif á einhvern hóp fólks. Það verður vart sagt að Helgi Helgason teljist til slíkra persóna, allavega ekki að svo komnu máli.

Við höfum ekki viljað auglýsa eða ýta undir jaðarmenn sem eiga lítin sem engan hljómgrunn. Helgi fer fyrst inn á listann núna og er tilefnið að tvívegis hefur verið boðað til mótmæla við alþingi af þessum furðulega félagsskap sem að hann fer fyrir, í fyrra skiptið vegna nýrra laga um flóttamenn og hælisleitendur, nú aftur vegna nýrra útlendingalaga og byggingar Mosku í Reykjavik.

Ekki er meiningin að gera Helga Helgasyni hátt undir höfði, taka sjónarmið hans til greina eða halda hans persónu í neinni óþarfri umfjöllun hér á Sandkassanum, enda gerum við okkur fulla grein fyrir að það væri án efa hans heitasta ósk eins og jafnan er með metnaðarfulla lýðskrumara.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Íslenska Þjóðfylkingin – ítrekuð mótmæli boðuð

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.