Sema Erla Serdar skrifar –

Það er óhætt að segja að nokkur söguleg tíðindi hafi átt sér stað í stjórnmálasögu Íslands síðustu daga þó flest hafi fallið í skugga forsetaframboðs kóngsins þó þau séu ekki minna áríðandi og jafnvel mikilvægari.

Um helgina var íslenska þjóðfylkingin stofnuð. Um er að ræða systurflokk þjóðernissinna, fasista og rasista í Evrópu sem hafa vaxið til muna síðustu misseri og ollið hverjum pólitíska jarðskjálftanum á fætur öðrum í álfunni m.a. með því að vinna stóra kosningasigra. Það er mikið áhyggjuefni og það er engin ástæða til að halda að slíkt eigi ekki eftir að heilla einhverja hér á landi eins og í nágrannalöndunum.

Rétt eins og með systurflokkana eiga stofnendur og flokksfélagar í íslensku þjóðfylkingunni það sameiginlegt að ala á ótta, hatri, rasisma, útlendingaandúð og íslamófóbíu í íslensku samfélagi. Þeir vilja m.a. herta innflytjendalöggjöf og taka dæmi um ómannúðlegar stefnur eins og Danir hafa samþykkt sem gott dæmi um innflytjendalöggjöf, þeir vilja hernaðarsamstarf frekar en evrópskt og alþjóðlegt samstarf sem hefur réttlæti, mannúð og virðingu að leiðarljósi og þeir eru tilbúnir til þess að mismuna fólki eftir trú og uppruna til þess að fá sínu framgengt sem kristallast í því sem þeir kalla kristin gildi. Hvað svo sem það þýðir enda hafa þeir átt erfitt með að útskýra það.

Við þekkjum öll hvernig slík hugmyndafræði og slík stjórnmálaöfl geta lagt heilu samfélögin, ríkin, trúar- og þjóðarflokka í rúst. Það er því mikilvægt að Íslendingar hafni slíkum hugmyndum og leggi áherslu á hin raunverulegu gildi íslensku þjóðarinnar um mannrétti, jöfnuð, réttlæti, velferð, frelsi og frið fyrir alla.

Rétt eins og Lundúnarbúar höfnuðu í kosningum á dögunum ótta, hatri og sundrungu og völdu í stað þess von, umburðalyndi og sameiningu, þurfa Íslendingar að gera slíkt hið sama.

 

Sema Erla Serdar

Sema Erla Serdar

29 ára stjórnmála- og Evrópufræðingur sem berst fyrir friði, frelsi og jafnrétti þegar hún er ekki að horfa á fótbolta eða leika við hundana sína.

Formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Ungur jafnaðarmaður!
Sema Erla Serdar

Latest posts by Sema Erla Serdar (see all)

Íslenska þjóðfylkingin

| Sema Erla Serdar |
About The Author
- 29 ára stjórnmála- og Evrópufræðingur sem berst fyrir friði, frelsi og jafnrétti þegar hún er ekki að horfa á fótbolta eða leika við hundana sína. Formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Ungur jafnaðarmaður!