Það er ekki skemmtilegt að ganga um með kúkinn í buxunum, og sínu verra þegar á ferðinni er annarra manna kúkur. Íslendingar kusu íhaldið í gær í formi Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar sem er b lið Sjálfstæðisflokksins. Með þessu kusu kjósendur frá sér kerfisbreytingar, þar á meðal á kvótakerfinu. Engar breytingar verða gerðar á því. Íslenskum kjósendum þykir samkvæmt þessu gaman að láta ræna sig af stuttbuxnadrengjum sem fara síðan með arð af þjóðarauðlindinni úr landi og þar gufa þeir upp, peningarnir OKKAR!!!!

Það eina sem ég hef að segja er þetta, þið skituð á ykkur big time í þetta skiptið. Þið svikuð meðal annars unga fólkið sem ætlast er til að búi bara í foreldrahúsum það sem eftir er ævinar.

Þið svikuð gamla fólkið og þið svikuð örykjana og þá sem þurfa að reiða sig á heibrigðiskerfið. Þið svikuð flóttafólk sem Sjálfstæðismenn vilja helst vera lausir við og þið svikuð ykkur sjálf.

Það eina jákvæða við kosningarnar er að þjóðernisflokkarnir, Þjóðfylkinging, Dögun og Flokkur fólksins komust ekki inn, en eftir standa hinir raunverulegu þjóðernispopúlistar, Sjálfstæðsflokkurinn þar á meðal sem er sigurvegari kosninganna. Þið kusuð þetta þannig að þetta vilduð þið en fæst ykkar munu vilja kannast við ábyrgð ykkar þegar þig fattið að ekkert hefur breyst. Allar endurbæturnar sem þið hafið verið að fara fram á, þær munu ekki verða ef hér verður ríkisstjórn Bjarna Ben.

Verði ykkur að góðu

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Íslenskir kjósendur skitu á sig

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.