Tep Vanny er tákngervingur fyrir friðsamt aðgerðastarf í Kambódíu. Hún situr nú í fangelsi vegna staðfestu sinnar við að verja réttindi annarra. Smelltu HÉRNA og skoraðu á stjórnvöld í Kambódíu að stöðva herferð sína gegn baráttufólki fyrir mannréttindum og leysa Tep Vanny tafarlaust og án skilyrða úr haldi, ásamt því að fella niður allar ákærur á hendur henni. 

Tep Vanny berst fyrir réttinum til húsaskjóls en síðustu tíu árin hefur hún barist fyrir réttindum samfélags síns í Phnom Penh þar sem þúsundir fjölskyldna hafa sætt þvinguðum brottflutningi af heimilum sínum. Ásamt fjölda annarra aðgerðasinna sem flestar eru konur hefur Tep Vanny sætt ofsóknum af hálfu stjórnvalda. Hún hefur verið handtekin, fangelsuð, áreitt og barin.

Vanny hefur sýnt einstakt hugrekki andspænis miklu mótlæti. Sýndu henni að hún er ekki ein í baráttunni. Hver undirskrift skiptir máli í þessari baráttu.

Kambódía: Leysið baráttukonuna Tep Vanny tafarlaust úr haldi

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn