Bjarni Benediktsson vann ekki þessar kosningar. Þvert á móti þá hefur hann náð að finna nýjan botn. Honum hefur tekist það sem engum tókst að gera á undanförnum áratugum.  

skattsvik, barnaníð og lögbann á fjölmiðla 

Þetta er í annað skiptið í röð sem BB fer snemma í kosningar vegna óheilinda. Fyrst Panama skjölin og nú skandall í kring um barnanìð.

Þà þurfti að setja lögbann á á fjölmiðla til að koma ræflinum í gegn um þessar kosningar.

Hvað segir þessi niðurstaða um kjósendur Sjálfstæðisflokksins?

Jú kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru ekki eins og fólk er flest. Það sem fyrst og fremst skilur þá frá kjósendum vinstri flokkanna er siðblinda, áhugaleysi fyrir almennri velferð og mannvonska.

Það sama á við um Ingu Sæland og hennar kjósendur. Það sama á við um Sigmund Davíð og Miðflokkinn sem ætlar að gefa kjósendum sínum bréf í banka sem hann ætlar að kaupa fyrir ykkar peninga. Eða Inga sem ætlar að taka peninga frá vondu flóttafólki og gefa öldruðum og öryrkjum 

Engin stjórnarskrá. Áframhaldandi rányrkja á landgrunninu við Ísland. Og það brjálæðislega við þetta er að þetta fólk álítur sig vera föðurlandsvini.

Réttara væri að tala um landráðafólk.

Ég vona að þessi sorglega súpa öfgafólks njóti sigursins því nú munum við sigla inn í óánægju, reiði og jafnvel hatur í garð þessa fólks sem hinn vel smurði stuttbuxnadrengur Bjarni Benediktsson leiðir. Maðurinn sem passar peningana sína og ávaxtar í skattaskjólum. Er verndari barnaníðinga og lætur setja lögbann á fjölmiðla svo hann geti logið sig í gegn um en einar kosningarnar.

Nei nú hefur stuttbuxnadrengur þessi gengið of langt. Hann er staddur með annan fótinn á pólitískum grafarbakka og hinn fótinn á bananahýði. Bjarni tók upp helstu harðlínustefnu Þjóðfylkingarinnar og Flokks Fólksins rétt fyrir kosningar. Gangi honum vel að vinda ofan af þeirri stefnu og stuðningi sínum við ljótustu öflin í þjóðfélaginu.

Ég tek undir með liðsmönnum Bjartrar Framtíðar um að það þurfti að taka afstöðu gegn barnaníðingum og rjúfa ríkisstjórnarsamstarfið. Þau gerðu rétt með því.

Eftir sitja kjósendur þessara skattsvikara, lygara, rasista og illmenna. Þessir kjósendur þurfa að hugsa sinn gang, þeir sem eru til þess megnugir.

Andspyrnan fer að sjálfsögðu af stað strax í dag.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Kjósendur kusu spillingu, barnaníð og ritskoðun.

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.