warsaw_nazis

Ég vil óska landsmönnum til hamingju með að hafa hafnað svo til einróma Íslensku Þjóðfylkingunni, viðbjóðslegasta og ljótasta framboði sem þekkst hefur á Íslensku landgrunni. Megi almenningur fagna því að sú hatursfulla stefna og mannvonska sem sá flokkur boðaði, á alls ekki upp á pallborðið hér á landi.

Flokkurinn stendur nú í 0,2% fylgi og jafnvel þótt hann hefði boðið fram í öllum kjördæmum, þá hefði hann engu að síður verið jafnaður við jörðu. Önnur framboð sem dansa á línunni og daðra við útlendingaandúð, Flokkur fólksins og Dögun komast ekki inn. Alla vega nú, kl. 3,22 að morgni kosninganætur, þá er lítil ástæða til að ætla að þessir tveir flokkar detti inn og er það fagnaðarefni.

14805457_163890140737064_1513152681_nÁ móti er það áhyggjuefni ef að Flokkur fólksins ætlar að ná því að komast inn á fjárlög allt næsta kjörtímabil og muni flokkurinn fá afhentar í kring um 40 milljónir svo lengi sem kjörtímabilið endist í 4 ár. Engin flokkur virðist hafa þor til að leggja til að þessi fjárveiting verði afnumin en í fyrsta lagi þá eru flokkar sem alfarið eru stofnaðir með það fyrir augum að komast í þessa peninga frá alþingi með því að ná 2,5% fylgi, en er slétt sama hvort þeir komist inn á þing. Flokkur fólksins er slíkt framboð. Byggt á áformum um að svíkja fé út úr ríkinu. Gott væri að þessar reglur yrðu afnumdar strax eftir kosningar enda liggur fyrir sönnun þess að FF hugði á þetta svindl.

Í öðru lagi þá þagga þessar greiðslur niður í þeim gagnrýnisröddum á stjórnarfarið í landinu sem felast í grasrótarhreyfingum og í stað þess að halda upp gagnrýni, þá styðja þessir aðilar stjórnina enda fá þeir 10 milljónir á ári svo lengi sem ekki er boðað til kosninga. Það væri sannkallað þrifabað að afnema þessar greiðslur enda bjóða þær einungis upp á misnotkun og svínarí.

Að síðustu þá er ástæða til að óska öllu heilbrigðu fólki til hamingju með að þjóðernispopúlistaflokkurinn Framsókn skuli gjalda afhroð en flokkurinn er rót þess rasisma sem orðið hefur æ háværari eftir því sem liðið hefur á kjörtímabilið. Þennan viðbjóð kusu landsmenn ofan af sér í gær.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Kjósendur segja nei við mannvonsku, já við umbótum

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.