Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nú fyrrv. forsætisráðherra hefur verið óþreytandi við að tala um fjármál konunnar sinnar, eins og að þau komi honum lítið við. hann hefur einnig haldið því fram að Landsbankinn hafi lagt til lausnir sem hann hafi ekki haft vit á. Hægt væri að gera 2-3 rapplög úr blaðri Sigmundar Davíðs um konuna sína. En staðreyndin er sú að það er hann sjálfur sem alinn er upp í andrúmslofti peningaþvættis og undanskota. Gunnlaugur Sigmundsson faðir Sigmundar Davíðs er með skrautlegan feril að baki og eins og kemur fram í athugunum Stundarinnar, Þá hefur Gunnlaugur hagnast verulega á skattaparadísum.

Í grein Inga Freys Vilhjálmssonar kemur fram eftirfarandi:

Eignarhaldsfélag Gunnlaugs Sigmundssonar, föður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, greiddi tæplega 354 milljóna króna arð til hluthafa sinna árið 2009 þegar eignarhald fyrirtækisins var í gegnum þrjú fyrirtæki í skattaskjólinu Tortólu. Fyrirtæki Gunnlaugs í Lúxemborg, GSSG Holding S.A., hagnaðist um tæplega 187 milljónir króna árið 2009 og hafði hagnast um rúmlega 80 milljónir króna árið á undan. Hluti hagnaðarins kom frá viðskiptum sem GSSG Holding ehf. stundaði á Íslandi í gengum fjárfestingarfélagið Teton ehf. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins í Lúxemborg sem Stundin hefur undir höndum.

Þetta þýðir að stór hluti núverandi og tilvonandi eigna Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er annað hvort vistaður í félögum á Tortólu eða hefur farið í gegnum félög á Tortólu. Félag eiginkonu Sigmundar Davíðs, Wintris Inc., vistar eignir upp á áætlaðar 1.200 milljónir króna og var þetta félag í helmingseigu Sigmundar Davíðs þar til í árslok 2009 eins og komið hefur fram í fram í umfjöllun Reykjavík Media ehf. og alþjóðlegu blaðamannasamtakanna ICIJ um Wintris-málið.

Það er alveg ljóst að margir þeir sem gripnir eru í bólinu með fjármuni sína í skattaparadísum munu halda því fram að almenningur skilji ekki þau mál til hlítar, þetta séu flókin mál, það er bara ekki rétt, þetta er ekki sérlega flókið.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Konan þín hvað

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.