Kosningabandag Samfylkingarinnar, Pírata, Vinstri Grænna, Bjartrar Framtíðar og Dögunar er eðlilegt umræðuefni. Þessir flokkar ættu að geta sameinast um stefnuskrá í stórum dráttum, svo sem í heilbrigðismálum og skólamálum, afnámi kvótakerfisins í núverandi mynd, svo ekki sé minnst á viðbrögðum við nýútkomnum upplýsingum um stórfelld viðskipti Íslendinga við skattaskjól.

Einnig væri það umhugsunarefni fyrir slíkt bandalag að klára fjárlagagerð sína fyrir kosningar eða vera klár með í það mynsta vísi að fullkláruðum fjárlögum. Þetta myndi einnig veita mun skýrari mynd af þeim valkostum sem fólk er að greiða atkvæði sitt. Hvort þetta atriði er raunhæfur möguleiki með svo skömmum fyrirvara er síðan annað mál.

En það hlýtur að teljast eðlileg krafa tíl Pírata að þeir gangi að samkomulagi um stefnuskrá fyrir kosningar. Flokkurinn mun aldrei ná hreinum meirihluta og er því eðlilegast að stefna slíkrar samsteypu liggi fyrir. Það er hins vegar erfitt fyrir Pírata að halda því til streitu að ganga óbundnir til kosninga enda ætti samstarf þeirra við annan hvern stjórnarflokkanna að vera út úr myndinni. Hvað þetta atriði varðar þá verður að taka undir þá kröfu um að Píratar skilgreini sig, að kjósendur viti hvort Píratar gætu tekið upp á því að mynda stjórn með öðrum hvorum helmingaskiptaflokknum, en slík niðurstaða væri óhugsandi í huga flestra þeirra sem mynda fylgið sem mælst hefur við flokkinn í skoðannakönnunum.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Kosningabandalag er raunhæfur möguleiki

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.