graentSandkassinn mun á næstunni fara yfir stefnu allra flokka í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda sem bjóða fram í alþingiskosningum sem fara fram þann 29. Október 2016. Við munum síðan gefa út lista yfir stefnuskrá allra flokka í útlendingamálum. Sandkassinn mun að sjálfsögðu vega stefnu flokkanna og síðan gefa út hvaða flokkum við álítum treystandi til að hafa umsjón með útlendingamálum.

Björt Framtíð

Hér kemur til uppfærsla á matinu á hæfi Bjartrar Framtíðar og færast þeir upp í grænt ljós. Ástæðan er einfaldlega frábær frammistaða í málaflokknum á kjörtímabilinu, nær stanslaust andóf gegn grófu framferði stjórnvalda gegn hagsmunum flóttafólks og hælisleitenda. Þ.m.t. er horft til árangurs flokksins við gerð nýrra Útlendingalaga. Góður hugur Bjartrar Framtíðar er í þessum málaflokki er nokkuð borðliggjandi.

Ástæða er þó en til að vara við stefnuleysi Bjartrar framtíðar í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda í stefnuskrá en til skýringar þá þurfa stefnuskrár flokkanna að innihalda áform sem gefa kjósendum færi á að meta stöðu sína áður en gengið er til kosninga, þetta er síðan lykill að gagnrýni kjósenda þegar að ekki er staðið við kosningaloforð.

Ástæða er til að vara við stefnuleysi Bjartrar Framtíðar í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda. Við lestur á samþykktum stefnum Bjartrar Framtíðar er ekki minnst á þessa málaflokka og áherslur Bjartrar Framtíðar og málin okkar, innihalda ekki heldur þessar upplýsingar.

Ekki koma fram nein áform um að leggja fram frumvörp eða að koma á aðgerðaráætlun.

Engin áform er að finna hjá Bjartri Framtíð í málefnum Útlendingastofnunar, aðkomu ráðherra að þeirri stofnun eða kærunefnd Útlendingamála. Engar nákvæmar vísanir eru til þeirra títt umtöluðu vandamála sem að stofnunin stendur fyrir eða pólitískri harðlínu í garð hælisleitenda.

Sandkassinn vill beina því til Bjartrar Framtíðar að flokkurinn lagi þetta fyrir kosningar svo að hægt sé að uppfæra matið á hæfi flokksins til að fara með stjórn útlendingamála. Með því að setja fram fullnægjandi stefnu í innflytjendamálaum og málefnum flóttafólks og hælisleitenda, þá á flokkurinn möguleika á að fá matið uppfært en frekar.

Kosningavakt 2016. Björt Framtíð: Grænt ljós (uppfært)

| Kosningavakt 2016, Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn