Sandkassinn mun á næstunni fara yfir stefnu allra flokka í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda sem bjóða fram í alþingiskosningum sem fara fram þann 29. Október 2016. Við munum síðan gefa út lista yfir stefnuskrá allra flokka í útlendingamálum. Sandkassinn mun að sjálfsögðu vega stefnu flokkanna og síðan gefa út hvaða flokkum við álítum treystandi til að hafa umsjón með útlendingamálum.

Flokkur Fólksins

rautÁstæða er til að vara við stefnuleysi Flokks Fólksins í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda, einnig er tilkoma oddvita flokksins í Reykjavík Norður sem er þekktur Ný-rasisti, til þess að stimpla flokkinn sem Þjóðernispoppúlískan öfgaflokk. Við vörum sterklega við flokknum.

En frekari ástæða er til að sniðganga þennan flokk í kosningum eftir upplýsingar komu fram um tilraunir Flokks fólksins til að sameinast Íslensku Þjóðfylkingunni og gangast þar með undir stefnu Þjóðfylkingarinnar í málefnum flóttafólks og hælisleitenda

Í málefnalista á heimasíðu flokksins kemur fram eftirfarandi:

“Mannréttindi fyrir alla
Flokkur Fólksins berst gegn hvers konar mismunun. Þess vegna virðir hann 65. gr. stjórnarskrárinnar, jafnræðisregluna, sem segir að „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna“.

Flokkur Fólksins er á móti kúgun og óréttlæti og mun berjast gegn öllu slíku.”

 

Þessi yfirlýsing er þó almenns eðlis og er það nánast formsatrið á heimasíðum allra flokka að lista þessa grein stjórnarskrárinnar. Hún ein og sér segir okkur þó ekkert um áform flokksins, þingmál eða frumvörp sem að til standi að leggja fram eða ábendingar og hugmyndir að brotalömum í kerfinu með tilheyrandi úrbótum. Í lista á heimasíðu flokksins yfir samþykktir, er ekki minnst einu orði á neinn þessara málaflokka.

Ekki síður er sú alvarlega staða komin upp í Flokki Fólksins að Magnús Þór Hafsteinsson skipar nú oddvitasætið í Reykjavík Norður fyrir Flokk fólksins. Við þetta breytist Flokkur Fólksins úr flokki sem  er með ómótaða stefnu í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda, yfir í Þjóðernispoppúlískan öfgaflokk enda er stefna Magnúsar í þessum málaflokkum sú sama í dag og hún var á árunum 2006 – 2008. Einungis nokkrir mánuðir eru síðan hann lýsti furðu sinni yfir því í Útvarpi hve illa hugmyndum hans hefði verið tekið á þeim tíma.

Flokkurinn hefur tækifæri til úrbóta fram að kosningum. Ef að flokkurinn mótar og setur fram raunhæfa stefnu með tilheyrandi þingmálum og áformum um frumvörp til úrbóta í málefnum innflytjenda og flóttafólks, þá mun koma til skoðunar að gefa flokknum grænt ljós og meðmæli til kjósenda, með fyrirvara um þó að við teljum stefnu flokksins lýsa þekkingu og raunverulegum áformum. Þetta miðast þó við að Flokkurinn setji Magnús Þór Hafsteinsson út af framboðslista sínum og gefi út yfirlýsingu sem skýrir þau mistök sem átt hafi sér stað í því efni.

 

Kosningavakt 2016. Flokkur Fólksins: Aðvörun (uppfært)

| Kosningavakt 2016, Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn