Sandkassinn mun á næstunni fara yfir stefnu allra flokka í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda sem bjóða fram í alþingiskosningum sem fara fram þann 29. Október 2016. Við munum síðan gefa út lista yfir stefnuskrá allra flokka í útlendingamálum. Sandkassinn mun að sjálfsögðu vega stefnu flokkanna og síðan gefa út hvaða flokkum við álítum treystandi til að hafa umsjón með útlendingamálum.

Flokkur Húmanista

gultÁstæða er til að vara við stefnuleysi Húmanistaflokksins í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda. Við lestur á stefnu Flokks Húmanista er lítið talað um þessa málaflokka . Þar er þó sagt eftirfarandi:

 “Frjáls umferð og jafn réttur allra jarðarbúa í öllum löndum. Frelsi og jafn réttur fyrir alla menningarheima og trúarbrögð og tryggð verði virðing fyrir fjölbreytileika.”

Við á Sandkassanum kunnum að meta þessa stefnu. En meira er svo sem ekki að finna um innflytjendamál og málefni flóttafólks. Sem dæmi þá lofa bæði Samfylking og Vinstri Grænir því að auka móttöku á flóttafólki og nefna báðir flokkarnir töluna 500 í því sambandi. Nú stendur það upp á Húmanistaflokkinn, Viðreisn og Bjarta Framtíð að jafna þetta tilboð ef flokkarnir vilja eiga möguleika á að fá þetta mat uppfært.

Flokkurinn virðist vera alþjóðlega þenkjandi og friðelskandi, þetta er vel.

En ekki koma fram nein áform um að leggja fram frumvörp eða að koma á aðgerðaráætlun.

Engin áform er að finna hjá Flokki húmanista í málefnum Útlendingastofnunar, aðkomu ráðherra að þeirri stofnun eða kærunefnd Útlendingamála. Engar nákvæmar vísanir eru til þeirra títt umtöluðu vandamála sem að stofnunin stendur fyrir eða pólitískri harðlínu í garð hælisleitenda.

Sandkassinn vill beina því til Flokks Húmanista að flokkurinn lagi þetta fyrir kosningar svo að hægt sé að uppfæra matið á hæfi flokksins til að fara með stjórn útlendingamála. Með því að setja fram fullnægjandi stefnu í innflytjendamálaum og málefnum flóttafólks og hælisleitenda, þá á flokkurinn möguleika á að fá gula ljósinu hér til hliðar breytt í grænt.

 

Kosningavakt 2016. Flokkur Húmanista: Falleinkun

| Kosningavakt 2016, Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn