Sandkassinn mun á næstunni fara yfir stefnu allra flokka í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda sem bjóða fram í alþingiskosningum sem fara fram þann 29. Október 2016. Við munum síðan gefa út lista yfir stefnuskrá allra flokka í útlendingamálum. Sandkassinn mun að sjálfsögðu vega stefnu flokkanna og síðan gefa út hvaða flokkum við álítum treystandi til að hafa umsjón með útlendingamálum.

Framsóknarflokkurinn

rautVara þarf sérstaklega alla fylgjendur og unnendur fjölmenningar í landinu við því að kjósa Framsóknarflokkinn til að fara með stjórn útlendingamála á næsta kjörtímabili.

Í tilfelli Framsóknarflokksins nægir ekki að líta til samþykkta flokksins sem líta ekki illa út þótt einungis sé um stefnulausar lífsskoðanir að ræða, í raun lítur stefnan hjá þeim margfalt betur út en frammistaða flokksins er í raun á þeim tíma sem þessi orð eru rituð. Taka verður stíft mið af frammistöðu flokks sem er í ríkisstjórn og hefur verið það undanfarin þrjú og hálft ár. Meta verður stefnu flokksins eins og hún kemur fyrir á heimasíðu flokksins í fullu samnræmi við frammistöðu á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Það má auðveldlega segja að ósamræmi milli stefnuskrár Framsóknar annars vegar og frammistöðu flokksins hins vegar, sé algjört.

Það væri mikil ósvinna að skrá hér allt það sem Framsóknarflokkurinn hefur gert innflytjendum í landinu á þessu kjörtímabili. Þrátt fyrir fagurgala í samþykktum flokksins um að flokkurinn hafni: “

 

“hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki. Framsóknarflokkurinn vill stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur og hafi jöfn réttindi óháð þjóðerni og uppruna. Mikilvægt  er að við móttöku útlendinga sé  unnið með mannréttindi að leiðarljósi,,,,”

Þá hefur flokkurinn engu að síður lagst eindregið gegn því að taka við kvótaflóttafólki frá átakasvæðum sem þegar er komið til Evrópu, en þess í stað viljað handvelja flóttafólk í flóttamannabúðum í Líbanon til að koma til Íslands. Með þessu hefur Framsóknarflokkurinn sem farið hefur með stjórnartaumana í landinu, hlaupist undan ábyrgð í málefnum flóttafólks frá Sýrlandi, Afganistan og Írak sem dæmi, gagnvart Evrópusambandinu og komið sér hjá því að takast á við þá ábyrgð sem að öll Schengen ríki ættu að gera sér grein fyrir.

Framsóknarmenn hafa á þessu kjörtímabili oft haft í hótunum við þá sem gagnrýnt hafa flokkinn, þá hafa þingmenn flokksins viljað láta reka bæði blaðamenn og háskólastarfsmenn sem flokkurinn hefur álitið fara of hörðum höndum um flokkinn í umfjöllun og greiningu. Þingmenn hafa hótað Ríkisútvarpinu og gagnrýnt fjölmiðlafólk ótæpilega.

Forysta Framsóknarflokksins lagðist ekki gegn framgöngu Framsóknar og Flugvallarvina í borginni þar sem að borgarfulltrúar flokksins kröfðust þess að Múslimum yrði neitað um að byggja Mosku i Sogamýri. Þarna lagðist Framsóknarflokkurinn á árarnar með borgarfulltrúum flokksins í tilraun þeirra til að fá að brjóta mannréttindi með mismunun á grundvelli trúar.

sigmundur-2

Heyrst hafa þær tillögur meðal þingmanna flokksins að eðlilegt væri að láta hælisleitendur hér á landi ganga með ökklabönd svo að hægt væri að halda upp rafrænu eftirliti með þeim jafnvel þótt þetta sé saklaust fólk. Einnig hafa heyrst þau viðhorf meðal þingmanna flokksins að afnema ætti alla leynd yfir persónuuplýsingum hælisleitenda hér á landi. Í samþykktum flokksins er talsverð áhersla lögð á aukna landamæragæslu og forvirkar rannsóknarheimildir vegna m.a. innflutnings á erlendum glæpagengjum til landsins. Allt er þetta í stíl, annað verður bara ekki sagt.

Þingmenn og ráðherrar flokksins tóku varðstöðu ásamt Sjálfstæðismönnum utan um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Lekamálinu. þar sem að þessi þáverandi innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins beitti sér með fullum stuðningi flokksforystu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, í máli hælisleitandans Tony Omos, konu hans og þá ófæddu barni þeirra, með slíkum hætti að ráðherran hraktist að lokum úr embætti. Umboðsmaður Alþingis gaf út álit í málinu að lokinni langri og ítarlegri frumkvæðisrannsókn.

Raunar var Framsóknarflokkurinn í beinum tengslum og í bakgrunni yfirtöku á DV á haustinu 2014, þar sem að óánægja var meðal flokksmanna með frammistöðu blaðamanna DV í Lekamálinu og það væri erfitt að horfa fram hjá beinni aðkomu Framsóknarflokksins að yfirtökunni sem í raun var áhlaup á frjálsa fjölmiðlun og rannsóknarblaðamennsku í landinu. Einnig var þarna á ferðinni áhlaup Framsóknarmanna á Nígerískan hælisleitanda og fjölskyldu hans.

Í þessum starfsháttum Framsóknarflokksins birtist raunstefna flokksins og er hún í afar litlu ef þá nokkru samræmi við þá stefnu sem ber fyrir augu í samþykktum flokksins. Stefna Framsóknarflokksins er einnig í algjöru ósamræmi við þann vilja þjóðarinnar sem mælst hefur í skoðannakönnunum.

“Ný skoðanakönnun sem Maskína ýtti úr vör fyrir Íslandsdeild Amnesty International dagana 22. júlí til 2. ágúst 2016, þar sem spurt var um afstöðu Íslendinga til flóttafólks, sýnir svart á hvítu að mikill meirihluti aðspurðra Íslendinga eða 85,5% er tilbúinn að taka opnum örmum á móti flóttafólki og stór meirihluti svarenda eða tæplega 74% var sammála þeirri fullyrðingu að íslen sk stjórnvöld ættu að gera meira til að hjálpa þeim sem eru á flótta undan stríði eða ofsóknum.

Sá stuðningur við flóttafólk, sem fram kemur í könnun Maskínu, ætti vera íslenskum stjórnvöldum hvati og leiðarljós til frekari skuldbindingar á lausn flóttamannavanda heimsins.” Sjá nánar

Niðurstaða:

Við vörum eindregið alla unnendur fjölmenningar og áhugafólk (sem telur í kring um 75% landsmanna) um að tekið verði við auknum fjölda hælisleitenda og flóttammanna, við því að að kjósa Framsóknarflokkinn til þess að fara áfram með stjórn landsins. Rasismi má segja að sé á frumstigum hér á landi og er í sjálfu sér engin ástæða til að ætla að rasismi muni færast stórkostlega í aukana hér á landi í náinni framtíð.

Þessa mannfjandsamlegu stefnu Framsóknarflokksins í innflytjendamálum er að sjálfsögðu ekki að finna í stefnu flokksins á blaði. raunar eru engin sérstök áform um eitt eða neitt á blaði hjá Framsókn í þessum málaflokki.

En pólitísk innflytjendastefna sem byggist á annarri eins harðlínu og andúð í garð hælisleitenda og einkennir bæði yfirlýsingar, samþykktir, lagasetningar sem og málflutning einstakra þingmanna Framsóknarflokksins á þessu kjörtímabili sem nú er að ljúka, er þó til þess fallin að vinna saklausum hælisleitendum mikin skaða og margfalt meiri skaða en rasismi veldur hér innanlands og er sá skaði nú nægur samt. Sú óþarfa harka sem ríkt hefur í rekstri Útlendingastofnunar á þessu kjörtímabili veldur hælisleitendum ólýsanlegu tjóni sem felst í þjáningum, sundrungu fjölskyldna, fátækt og óþörfum dauðsföllum.

Framsóknarflokkurinn fær ekki möguleika eins og aðrir flokkar til að skila inn endurbættri stefnu eða áformum og fá þannig þetta mat uppfært enda tekur matið mið af frammistöðu flokksins ekki síður en stefnuskránni.

Kosningavakt 2016. Framsóknarflokkurinn: Aðvörun

| Kosningavakt 2016 |
About The Author
- Ritstjórn