rautSandkassinn mun á næstunni fara yfir stefnu allra flokka í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda sem bjóða fram í alþingiskosningum sem fara fram þann 29. Október 2016. Við munum síðan gefa út lista yfir stefnuskrá allra flokka í útlendingamálum. Sandkassinn mun að sjálfsögðu vega stefnu flokkanna og síðan gefa út hvaða flokkum við álítum treystandi til að hafa umsjón með útlendingamálum.

Íslenska Þjóðfylkingin

Við höfnum alfarið þeim möguleika að stjórnmálaafl á við þennan flokk komist með tærnar inn í Íslenska stjórnsýslu og hvað þá að stjórn landsins. Aldrei hefur verið borin á borð annar eins ófögnuður fyrir Íslenska kjósendur.

Flokkurinn er skipaður mörgum Íslenskum rasistum og öfgamönnum sem ekki hafa borist í öðrum flokkum. Þá sýna stefnumál flokksins og samþykktir hreint út sagt ólýsanlega grimmd og ómennsku í garð innflytjenda og flóttafólks.

Meðal samþykktra stefnumála flokksins er að bönnuð verði sameining fjölskyldna flóttafólks. Við sjáum ekki ástæðu til að útlista þennan flokk mikið frekar.

Nú hefur komið á daginn að Íslenskur almenningur hafnar í stórum stíl þessum flokki með því að einfaldlega undirrita ekki stuðningsskjöl. Flokkurinn hefur því ekki skilað inn nægum undirskriftum til að geta farið í framboð í Reykjavík en til stóð að flokkurinn biði fram á landsvísu. Nú virðist sem að Þjóðfylkingin muni einungis bjóða fram í tveimur kjördæmum.

Almenn óánægja rikir meðal meðlima með samkynhneigð, ýmis jafnréttismál, flokkurinn vill úrsögn úr Schengen af óljósum ástæðum, herta landamæragæslu og aukna löggæslu. Flokkurinn styður ekki trúfrelsi og leggur til ýmis mannréttindabrot í formi mismununar í sinni stefnuskrá og brot á Flóttamannasamningi Sameinuðu Þjóðanna og Dyflinarreglugerðinni.

Komið hafa upp mál þar sem að einstakir meðlimir hafa framið hatursglæpi í nafni Þjóðfylkingarinnar þar sem fallið hafa Nasista og White Supremacy yfirlýsingar.

Íslenska Þjóðfylkingin á enga möguleika á að fá þetta mat uppfært enda vörum við einfaldlega við að nokkur kjósandi ljái þeim atkvæði sitt.

Kosningavakt 2016. Íslenska Þjóðfylkingin: Rautt ljós – aðvörun til kjósenda

| Kosningavakt 2016 |
About The Author
- Ritstjórn