graent

Hér kemur niðurstaða mats okkar á Sandkassanum á hæfi flokkanna til að fara með stjórn útlendingamála á næsta kjörtímabil:

Grænt ljós fá þeir flokkar sem fara í stefnuskrá á heimasíðu sinni vel yfir málefni inflytjenda, hælisleitenda og flóttafólks og sýna ótvíræðan velvilja í garð þessa fólks, vilja taka við fleirum, stokka upp Útlendingastofnun ect. Í sumum tilfellum kemur stefnan fram í stefnuskrá sem er aðgengileg á vef viðkomandi, í öðrum tilfellum í samþykktum flokka sem liggja frammi á vef viðkomandi flokks og í en öðrum frammistaða flokka í þinginu, í nefndarstarfi og hvort að ástæða sé til að gera ráð fyrir að áframhald verði á þeim vinnubrögðum.

Grænt ljós: Samfylking, Vinstri Grænir, Alþýðufylkingin, Björt Framtíð, Píratar

Okkur er umhugað um stefnuleysi og ef þið skoðið matið á flestum flokkum, þá vörum við við stefnuleysi flokkanna.

Ástæðan er einföld. Það er nefnilega ekki svo að innan flokksins hafi ekki gefist tími til að berja saman stefnu í Innflytjendamálum og málefnum hælisleitenda og flóttafólks. Yfirleitt má gera ráð fyrir því að stefnan sé vissulega til staðar en að flokkurinn sjái sér hag í því að halda þeirri stefnu ekki á lofti af ótta við að fæla frá sér fylgi.

Þetta lýsir í raun vissum ræfildóm, því þegar að flokkur tekur einbeitta afstöðu, þá vinnur hann fylgi út á þá afstöðu. Hann mun einnig tapa fylgi vissulega, en það fer eftir eðli málsins hve miklu fylgi hann tapar. Flokkur sem sér sér hag í því að vera með enga nákvæma stefnu í þessum málaflokki, þá er hann að gera það sem flokkarnir hafa komist upp með alla tíð, að halda í þjóðernishyggjufylgi, í sumum tilfellum fylgi öfgafólks.

gultGult ljós fá þeir flokkar sem hafa komið sér hjá því eða kosið að birta enga stefnu í þessum málaflokki. Þetta eru flokkar sem við ráðleggjum unnendum fjölmenningar að veðja ekki á.

gult ljós: Viðreisn, Flokkur Húmanista

Það gefur augaleið að flokkur sem ekki gefur út neina stefnu sem bragð er af heldur vill hafa frelsi til að gera svo til hvað sem er á næsta kjörtímabili án þess að fá yfir sig reiði kjósenda, slíkur flokkur er ekki er ekki til neinna verka og sama hve vænt þau segja að þeim þyki um innflytjendur, þá bregður við allt annan tón eftir kosningar. Ef að engin loforð eru gefin í þessum málaflokki, þá verða engar umbætur og ekki verður hægt að krefjast neins af flokki sem komist hefur á þing án þess að taka afstöðu í þessum málaflokki.

Rauða ljósið

Það er því miður fullt af fólki hér á landi sem upplifir okkur sem að hér búum í þessu landi, ekki sem hluta af neinni stærri heild. Öll rök þessa fólks ganga út á að við eigum ekki að hjálpa bræðrum okkar og systrum í fjarlægum löndum, enda munum við ekkert græða á því sjálf.

Sem betur fer þá er þessi skoðun fágæt meðal almennra kjósenda, þetta sýna mælingar. Nefnilega að 80% fólks um heim allan vill gera þessum málaflokki hærra undir höfði, gera beri meira fyrir flóttafólk, ríkjum beri að taka við fleira fólki ect.

Þá er það merkilegt að þeir sem aðhyllast aðrar áherslur, eru jafnan stjórnmálamenn á hægri væng stjórnmálanna. Menn og konur sem eru að stórum hluta af yfirstétt og þeirra helsti tilgangur í stjórnmálum er að sinna umsýslu með málum er snerta þau sjálf fjárhagslega, beint eða óbeint. Þetta fólk er oft tilbúið að snúa baki við þeim gildum sem við höfum sannarlega montað okkur af í gegn um tíðina, samhyggð, óttaleysi, hjálpsemi og örlæti. Hjá þessu fóki er þetta hlutir sem skipta ekki máli enda felst engin beinn fjárhagslegur gróði af því að iðka og rækta þessa eiginleika, engin skammtímalausn á málefnum kvótagreifanna, eða stóriðjukónga eða einkavæðingarmongúla sem sogið hafa sig utan á kerfið.

rautRautt ljós fá þeir flokkar sem við vörum sterklega við að fái að komast að stjórn útlendingamála, þeir eru ýmist með skelfilega frammistöðu að baki á því kjörtímabili sem nú er lokið og sýna svo að ekki verður um villst hreina andúð á þessum málaflokki, einnig eru þarna á ferðinni flokkar sem eru nýir og hafa ekki setið á alþingi en eru með hreina öfgaþjóðernisstefnu. Við vörum alla kjósendur við að kjósa þessa flokka.

Rautt ljós: Flokkur fólksins, Íslenska þjóðfylkingin, Dögun, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn,

 

Kosningavakt 2016 – Niðurstaða

| Kosningavakt 2016 |
About The Author
- Ritstjórn