Sandkassinn mun á næstunni fara yfir stefnu allra flokka í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda sem bjóða fram í alþingiskosningum sem fara fram þann 29. Október 2016. Við munum síðan gefa út lista yfir stefnuskrá allra flokka í útlendingamálum. Sandkassinn mun að sjálfsögðu vega stefnu flokkanna og síðan gefa út hvaða flokkum við álítum treystandi til að hafa umsjón með útlendingamálum.

Samfylkingin

graentSamfylkingin fer yfir á grænu ljósi í þessari athugun en með athugasemdum þó. Við myndum vilja sjá nánar útlistaða stefnu og nákvæmari fyrirætlanir í þessum málaflokki í sem snertir líf og velferð m.a. barna, í stefnuskrá flokksins.

Þó ber að líta til frábærrar frammistöðu flokksins þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu á þessu kjörtímabil, m.a. með samþykkt alþingis á tillögu Ólínu G. Þorvarðardóttur um að koma skuli á embætti Umboðsmanns Flóttamanna. http://www.althingi.is/altext/145/s/0667.html

Ekki koma þó fram í stefnuskrá flokksins nein áform um að leggja fram frumvörp eða að koma á aðgerðaráætlun. enda þótt vísað sé til tillögu að þingsályktun á Alþingi um að taka eigi á móti 500 flóttamönnum á næstu þremur árum frá árinu 2015. Það verður að telja það Samfylkingunni til tekna að flokkurinn segir í stefnu sinni að Íslensk stjórnvöld þurfi að taka á móti fleira flóttafólki en nú sé gert, 

“Opnum faðminn, tökum á móti fleira fólki á flótta og verum almennilegt samfélag.”

Þetta má vel skoðast sem loforð um að auka skuli fjölda flóttafólks sem Íslendingar taki við á næsta kjörtímabili.

Engin áform er þó að finna í stefnuskrá í málefnum Útlendingastofnunar, aðkomu ráðherra að þeirri stofnun eða kærunefnd Útlendingamála. Engar nákvæmar vísanir eru til þeirra títt umtöluðu vandamála sem að stofnunin stendur frammi fyrir eða pólitískri harðlínu í garð hælisleitenda.

Á móti kemur að Í áðurnefndri þingsályktunartillögu um stofnun embættis Umboðsmanns Flóttamanna kemur fram skilningur á því að Útlendingastofnun hafi í raun ekki hagsmuni hælisleitenda að leiðarljósi og að stofnun embættisins sé ætlað að veita stofnunni viðspyrnu.

Nánar úr stefnu Samfylkingarinnar:

“Við leggjum áherslu á að:

    Bjóða fleiri fjölskyldur frá stríðshrjáðum ríkjum velkomnar til Íslands.
    Sameina fjölskyldur á flótta.
    Hælisleitendum sem koma til Íslands á eigin vegum sé mætt af mannúð, tekið sé hratt á þeirra málum og börnum  sé veitt sérstök þjónusta.
    Hælisleitendur fái fljótt skorið úr sínum málum og að þeir komist fljótt á vinnumarkaðinn eða í starfstengt nám.
    Foreldrar verði virkir þátttakendur í samfélaginu og myndi tengsl við Íslendinga.
    Flóttafjölskyldur geti átt gott líf hér á landi.
    Vinna gegn útbreiðslu andúðar í garð fjölmenningar.
    Íslenskt samfélag sé alþjóðlegt og byggi á fjölbreytni og frjálsu flæði einstaklinga og fjölskyldna milli landa.

Samfylkingin leggur höfuðáherslu á uppbyggilega samræðu og fræðslu um fjölmenningarsamfélagið og gagnkvæma aðlögun, hvort sem er í skólastarfi, á vettvangi þings og sveitarstjórna eða í samfélaginu almennt. Þannig mótum við samfélag þar sem borgarar bera virðingu hver fyrir öðrum og njóta jafnréttis.

Ísland er heimili okkar allra.”

 

Kosningavakt 2016. Samfylkingin: Grænt ljós (uppfært)

| Kosningavakt 2016 |
About The Author
- Ritstjórn