Sandkassinn mun á næstunni fara yfir stefnu allra flokka í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda sem bjóða fram í alþingiskosningum sem fara fram þann 29. Október 2016. Við munum síðan gefa út lista yfir stefnuskrá allra flokka í útlendingamálum. Sandkassinn mun að sjálfsögðu vega stefnu flokkanna og síðan gefa út hvaða flokkum við álítum treystandi til að hafa umsjón með útlendingamálum.

Vinstri Hreyfingin Grænt Framboð

graentVinstri Græn fara yfir á grænu ljósi í þessari athugun en með athugasemdum þó. Við myndum vilja sjá nánar útlistaða stefnuskrá og nákvæmari fyrirætlanir í þessum málaflokki sem snertir líf og velferð m.a. barna. Þó er að finna víðtæka umfjöllun um þennan málaflokk í samþykktum flokksins, m.a. frá Flokksráðsfundi 13. Febrúar 2016.

Ekki kemur fram nein sérstök skilgreining á vanda Útlendingastofnunar eða bein áform um að leggja fram frumvörp eða að koma á aðgerðaráætlun í stefnuskránni sjálfri enda þótt í stefnuskrá flokksins segi að taka eigi á móti umtalsvert fleiri flóttamönnum, að lágmarki 500 á ári og í samþykktum flokksins er að finna nokkuð harðorðar yfirlýsingar sem eftir sem áður skilgreina ekki nkvl. vanda Útlendingastofnunar. Engu að síður verður að telja Vinstri Grænum til tekna talsvert einbeittan hug í þessum málaflokki eins og kemur fram hér að neðan:

“Tökum á móti fleiri flóttamönnum
Sífellt fleiri eru á flótta í heiminum undan stríðsátökum og afleiðingum loftslagsbreytinga. Ísland þarf að taka þátt í því að axla ábyrgð í þessum efnum. Þess vegna eigum við að taka á móti umtalsvert fleiri flóttamönnum, að lágmarki 500 á ári. Jafna þarf aðstæður hælisleitenda og svokallaðra kvótaflóttamanna og tryggja fullnægjandi framkvæmd nýrra útlendingalaga með fjármagni og mannafla.” úr stefnuskrá VG

 

Samþykktar á flokksráðsfundi
Vinstri grænna, 13. febrúar 2016

pdf

Opnara Ísland

áskorun til stjórnvalda

Vinstrihreyfingin grænt framboð skorar á stjórnvöld að veita fleira flóttafólki hæli á Íslandi. Fjöldi fólks á flótta í heiminum hefur ekki verið meiri frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Það er

skylda Íslands sem öflugs velferðarríkis að gera allt sem í valdi þjóðarinnar stendur til að bjarga mannslífum. Vinstrihreyfingin grænt framboð fagnar komu hóps frá Sýrlandi og telur mótttöku hans upphafið að frekariaðgerðum í þágu flóttafólks. Vegna legu Íslands og landamærastefnu er nær útilokað fyrir flóttafólk að komast til landsins af eigin rammleik, án viðkomu í öðrum löndum. Rýmka þarf reglur um hælisumsóknir hér á landi.

Brottvísanir með vísan í Dyflinnareglugerðina eiga ekki að koma fyrir. Móttöku hælisleitenda þarf að styrkja verulega, með auknum fjármunum og fleiri úrræðum í þágu hælisleitenda.Mikilvægt er að tryggja að fólk sem er nýkomið til landsins, getið tekið fullan þátt í samfélaginu,styrkja það til náms til dæmis með gjaldfrjálsri íslensku og samfélagskennslu og hjálpa því að komast í vinnu.Taka þarf af festu á vandanum sem reglulega birtist í afgreiðslu Útlendingastofnunar. Formenn Vinstriflokka á Norðurlöndum lýstu í upphafi árs yfir vilja til Norðurlönd vinni saman í að lausn á neyð flóttamanna með sameiginlegri yfirlýsingu sem birt var í öllum löndunum.Áhrif öfga hægriflokka í norrænum ríkisstjórnum gera hinsvegar flóttamönnum erfitt að nýta rétt sinn til að sækja um hæli.Vinstri græn telja að Ísland geti orðið fyrirmynd annarra ríkja í móttöku flóttafólks og krefjast þess að stjórnvöld hefji strax vinnu við að taka á móti fleiri flóttamönnum.

Samþykktir VG

Í Áskorun VG til stjórnvalda á Flokksráðsfundi 13. janúar 2016, er að finna talsverða umfjöllun um þennan málaflokk og er ljóst að víðtækur skilningur ríkir innan Vinstri Grænna á þeirri stöðu sem er uppi í málefnum Útlendingastofnunar, þar segir:

Taka þarf af festu á vandanum sem reglulega birtist í afgreiðslu Útlendingastofnunar.

Engu að síður skortir hér á að vandinn sé frekar skilgreindur, í hverju hann liggi, hvar ábyrgðin liggi og hvernig bregðast skuli við. En hér er þó fast kveðið að orði og er það vel.

Stefnuskrá VG

Engin áform er þó að finna hjá Vinstri Grænum í málefnum Útlendingastofnunar, aðkomu ráðherra að þeirri stofnun eða kærunefnd Útlendingamála. Engar nákvæmar vísanir eru til þeirra títt umtöluðu vandamála sem að stofnunin stendur frammi fyrir eða pólitískri harðlínu í garð hælisleitenda.

Sandkassinn vill beina því til Vinstri Grænna að flokkurinn lagi þetta fyrir kosningar svo að hægt sé að uppfæra matið á hæfi flokksins til að fara með stjórn útlendingamála.

Kosningavakt 2016. Vinstri Grænir: Grænt ljós (uppfært)

| Kosningavakt 2016 |
About The Author
- Ritstjórn