Á næstu dögum birtast greiningar Sandkassans á hæfi flokkanna til að fara með stjórn Útlendingamála á næsta kjörtímabili. Ýmsar ástæður urðu þess valdandi að ákveðið vara að byrja ekki að birta niðurstöður strax um helgina þótt frestur yfirkjörstjórnar til að skila inn kjörgögnum hafi runnið út kl. 12 á hádegi á föstudaginn var. Annars vegar óljósar fregnir frá kjörstjórnum af því hverjir væru raunverulega í framboði.

Hins vegar greinarskrif Ásmunda Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins þar sem hann fer í stórum stíl rangt með útgjöld ríkisins til flóttamannamála. Við sjáum ástæðu til að virða fyrir okkur viðbrögð forystu Sjálfstæðisflokksins við grein Ásmundar senda munu þau viðbrögð verða mótandi fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins um ókomin ár. Greining okkar á Sjálfstæðisflokknum og stefnumálum hans gæti því verið að taka afgerandi breytingum í þessum töluðu orðum.

En greiningar munu byrja að birtast hjá okkur um helgina.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Kosningavakt 2017

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.