Sandkassinn mun á næstunni fara yfir stefnu allra flokka í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda sem bjóða fram í alþingiskosningum sem fara fram þann 28. Október 2017. Við munum síðan gefa út lista yfir stefnuskrá allra flokka í útlendingamálum. Sandkassinn mun að sjálfsögðu vega stefnu flokkanna og síðan gefa út hvaða flokkum við álítum treystandi til að hafa umsjón með útlendingamálum.

Dögun

Ástæða er til að vara við stefnuleysi Dögunar í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda. Engar breytingar hafa átt sér stað í þessum málaflokkum frá því fyrir kosningar 2016 og veltum við fyrir okkur hvað liðsmenn Dögunar hafa verið að sýsla (ef nokkuð) frá því í fyrra.

Talsverðar hræringar hafa orðið í málefnum hælisleitenda að undanförnu en engar ályktanir er að finna á xdogun.is um þá þróun. Upp kom vandamál í fyrra í tengslum við framsetningu Dögunar á stefnu í málefnum innflytjenda sem rakin er í matinu frá því í fyrra (sjá neðar á síðunni). Úr þessu hefur ekki verið unnið og er stefna Dögunar ef stefnu má kalla rakin hér að neðan.

Við álítum þessa frammistöðu ófullnægjandi og mælum ekki með Dögun til að fara með stjórn Útlendingamála á næsta kjörtímabili. Sérstaklega er þetta alvarlegt í ljósi þess að Lektor og kennsluþróunarstjóri við HÍ er í 3. sæti á framboðslista flokksins. Við viljum ráðleggja liðsmönnum Dögunar að taka þennan málaflokk til alvarlegrar endurskoðunar. Flóttamannavandinn er eitt stærsta vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag. Stefnuleysi sem þetta er óafsakanlegt.

Tillögur okkar (Þetta væri byrjun)

Við myndum vilja sjá áform um afgerandi breytingar í stefnuskrá Dögunar á kærunefnd Útlendingamála. Eins og starfsreglum og reglum um skipan í nefndina er háttað í dag þá er pólitískt tak ráðherra á nefndinni óviðeigandi með tilliti til þess að hér er á ferðinni nefnd sem fer með úrskurðarvald. Nefndin er því viðkvæm fyrir pólitískum áherslum og duttlungum sitjandi ráðherra.

Enda þótt útlit heimasíðu Dögunar sé uppfært, þá hefði mátt huga að frekar innihaldinu.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Kosningavakt 2017. Dögun: Varúð

| Kosningavakt 2017 |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.