Sandkassinn mun á næstunni fara yfir stefnu allra flokka í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda sem bjóða fram í alþingiskosningum sem fara fram þann 28. Október 2017. Við munum síðan gefa út lista yfir stefnuskrá allra flokka í útlendingamálum. Sandkassinn mun að sjálfsögðu vega stefnu flokkanna og síðan gefa út hvaða flokkum við álítum treystandi til að hafa umsjón með útlendingamálum.

Framsóknarflokkurinn

Vara þarf sérstaklega alla fylgjendur og unnendur fjölmenningar í landinu við því að kjósa Framsóknarflokkinn til að fara með stjórn útlendingamála á næsta kjörtímabili.

Í stefnuskrá Framsóknarflokksins er eftirfarandi stefna í Innanríkismálum:

Framsókn vill stytta þann tíma sem tekur að meðhöndla óskir um alþjóðlega vernd

Setja þarf skýrari reglur varðandi fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd. Það er ómannúðlegt að láta fólk dvelja hér í langan tíma í óvissu um framtíð sína. Setja þarf aukin kraft í meðhöndlun umsókna og aukna fjármuni til að sinna þeim sem líklega munu fá alþjóðlega vernd.

Framsókn vill efla þróunarsamvinnu og neyðaraðstoð við fólk á flótta

Framsókn vill auka framlög til neyðaraðstoðar til að aðstoða fólk sem er á flótta.

 

Þetta þýðir í stuttu máli:

a) vísa hælisleitendum hraðar frá

b) leggja aukna áherslu við að aðstoða fólk í flóttamannabúðum nær þeirra upprunalegu heimkynnum.

Um leið og vissulega er ástæða til að auka skilvirkni í kerfinu og að fólk sé ekki að dvelja hér fram úr hófi lengi áður en tekin er ákvörðun um brottvísun. Þá er það ótrúlega ósvífið af Framsókn að hafa það einu áherslu sína í stefnu í málaflokknum fyrir kjörtímabilið sem nú gengur í hönd. Engar hugmyndir um umbætur, á aukinni réttarvernd fyrir flóttafólk.

Þá er sú stefna að auka framlög til aðstoðar í flóttamannabúðum í stað þess að bjóða því hingað. Þessi stefna er verndarstefna, einangrunarstefna, í raun stefna sem byggist á þeim hugmyndum að flóttafólk sé betur sett nær sínum upprunalegu heimkynnum sem það er að flýja, enda bíði þeirra einungis menningarlegir árekstrar í fjarlægum löndum.

öfgaþjóðernisstefna

Sams konar öfgaþjóðernisstefna er nú rekin af Sjálfstæðisflokknum.

Framsóknarflokkurinn er með ljóta fortíð í málefnum innflytjenda og vísum við einfaldlega í matið fyrir kosningavakt 2016 fyrir Framsóknarflokkinn, engar sérstakar forsendur eru fyrir breytingum á matinu fyrir þær kosningar sem nú eru í vændum. Þótt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi gengið ásamt ýmsum Framsóknarmönnum yfir í nýjan flokk. Þá hefur engin stefnubreyting í flóttamannamálum verið kynnt af framsóknarflokknum.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Kosningavakt 2017. Framsóknarflokkurinn: Aðvörun

| Kosningavakt 2017 |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.