Sandkassinn mun á næstunni fara yfir stefnu allra flokka í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda sem bjóða fram í alþingiskosningum sem fara fram þann 28. Október 2017. Við munum síðan gefa út lista yfir stefnuskrá allra flokka í útlendingamálum. Sandkassinn mun að sjálfsögðu vega stefnu flokkanna og síðan gefa út hvaða flokkum við álítum treystandi til að hafa umsjón með útlendingamálum.

Píratar

Píratar fara yfir á grænu ljósi af þeirri einföldu staðreynd að velvild í garð flóttafólks er ráðandi í framgöngu þeirra í þinginu. Við teljum Pírata því ágætlega í stakk búna til að fara með stjórn innflytjendamála.

A því sögðu þá verður aftur að lýsa vonbrigðum með stefnuleysi flokksins eftir lestur á stefnuskrá.Hún inniheldur eftirfarandi:

“Orðalagið er af ásetningi haft innblásið/huglægt, þar sem um almenna stefnu er að ræða. Sértækari stefna á afmarkaðri sviðum krefst tíma og vinnu sérfræðinga, þar sem fjalla þarf um alþjóðlega samninga og skuldbindingar í því lagaumhverfi sem er til staðar.”

En þegar einhver gefur sig út fyrir að gegna þingmennsku og vera þar með aðili að löggjafarvaldinu, þá er þetta ekki fullnægjandi. Það er vont til þess að hugsa að Píratar skuli treysta á hæfni sína til að setja sig inn í málin um leið og þau koma til þinglegrar meðferðar ef ekki liggur þar fyrir viss þekking og hugsun.Nú er ekki meiningin að gera lítið úr hæfni Pírata, en það gefur auga leið að samskipti kjósenda við stjórnmálaflokk verða alltaf að fara fram í rituðu máli eða í munnlegum flutningi.

Ef að kjósendur fá ekki tækifæri til að gera kröfur um efndir á kosningaloforðum þá er komin fram viss lýðræðislegur galli. Kosningaloforð eru t.d.:við ætlum að hækka frítekjumark upp í ,,,,,%. Að kjörtímabilinu loknu geta síðan kjósendur séð með skýrum hætti hvort staðið hafi verið við það loforð.Í gildandi stefnu Pírata um útlendinga eru engin slík áform.

Á einum stað í stefnunni segir:

“Þótt við teljum að takmarkanir á ferðafrelsi fólks séu tímabundið fyrirbæri í alþjóðasamfélaginu, og að við ættum að berjast fyrir því að draga úr þeim, viðurkennum við að stefna í innflytjenda- og landamæramálum ætti að vera ákveðin í lýðræðislegu ferli. “

Um leið og fagna ber þeim viðhorfum sem birtast í garð landamæra almennt í stefnunni, þá virðist sem að í stefnunni birtist engin gagnrýni á ríkjandi fyrirkomulag í málefnum flóttafólks og hælisleitenda hér á landi. Þar með er ekki verið að benda með neinum skýrum hætti á hvað þurfi að laga en það er að sjálfsögðu æði margt.

Rétt er að stefna í:

“innflytjenda- og landamæramálum ætti að vera ákveðin í lýðræðislegu ferli”.

Þann háttinn höfum við nú haft á til þessa, en framkvæmdin hefur verið í molum.

Hvað er til ráða í því efni ?

Stefnuskrá Pírata hvorki veltir upp slíkum spurningum né leitast við að svara þeim. Stefnuskráin er því sveimhuga, ágætis plagg í sjálfu sér en áformin eru engin, frumkvæði er ekki til staðar.

Tillögur okkar

Við myndum vilja sjá áform um afgerandi breytingar í stefnuskrá Pírata á kærunefnd Útlendingamála. Eins og starfsreglum og reglum um skipan í nefndina er háttað í dag þá er pólitískt tak ráðherra á nefndinni óviðeigandi með tilliti til þess að hér er á ferðinni nefnd sem fer með úrskurðarvald. Nefndin er því viðkvæm fyrir pólitískum áherslum og duttlungum sitjandi ráðherra.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Kosningavakt 2017. Píratar: Grænt ljós

| Kosningavakt 2017 |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.