Sandkassinn mun á næstunni fara yfir stefnu allra flokka í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda sem bjóða fram í alþingiskosningum sem fara fram þann 28. Október 2017. Við munum síðan gefa út lista yfir stefnuskrá allra flokka í útlendingamálum. Sandkassinn mun að sjálfsögðu vega stefnu flokkanna og síðan gefa út hvaða flokkum við álítum treystandi til að hafa umsjón með útlendingamálum.

Sjálfstæðisflokkurinn

Fyrir kosningarnar 2016 vöruðum við sérstaklega við Sjálfstæðisflokknum með eftirfarandi orðum:

“Við vörum eindregið alla unnendur fjölmenningar og áhugafólk (sem telur í kring um 75% landsmanna) um að tekið verði við auknum fjölda hælisleitenda og flóttamanna, við því að að kjósa Sjálfstæðisflokkinn til þess að fara áfram með stjórn landsins og þar með og mögulega áfram stjórn útlendingamála.” sjá nánar á kosningavakt 2016.

Nú í aðdraganda kosninga sem munu fara fram þann 28. Október næstkomandi er staðan verri en hún var fyrir síðustu kosningar. Segja má að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endanlega fundið sig á undanförnu kjörtímabili. Harðlína flokksins hefur komið skýrt í ljós í störfum ráðherra útlendingamála Sigríðar Á. Andersen, í yfirlýsingum formanns flokksins Bjarna Benediktssonar og hátterni einstakra þingmanna sem og þingflokksins alls. Er nú svo komið að lítil ástæða er til að hafa áhyggjur af litlum öfgaflokkum eins og Íslensku Þjóðfylkingunni eða Flokki Fólksins því Sjálfstæðisflokkurinn er orðin að stjórnmálaafli þjóðernisöfga og útlendingaandúðar.

Sandkassinn varar sterklega við Sjálfstæðisflokknum eins og öðrum þjóðernisöfgaflokkum.

Sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé í dag hreinn og klár þjóðernisöfgaflokkur er nöturleg í því ljósi hve öruggt fylgi hans er og þegar horft er til þess að hann er valdamesti stjórnmálaflokkur landsins, með mestu tengslin inn í stjórnsýsluna og opinber embætti. Saga Sjálfstæðisflokksins er samofin mörgum okkar helstu viðskiptahagsmuna og tekjustofna.

Það er óþarfi að rekja hér alla frammistöðu Sjálfstæðisflokksins á tímabilinu sem hefur fyllilega í samræmi við aðvaranir okkar fyrir síðustu kosningar. Þess í stað verður stiklað á stóru.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra hefur að undanförnu beinlínis beitt vissum hræðsluáróðri við kjósendur í garð flóttafólks og hælisleitenda og innflytjenda almennt. Þann 13. september sagði Bjarni á fundi Sam­taka eldri sjálf­stæðismanna í Val­höl:

“„Ég er þeirr­ar skoðunar að við þurf­um að vera með mjög strang­ar regl­ur og skýr svör, ella mun­um við kalla yfir okk­ur bylgj­ur af nýj­um flótta­mönn­um,“ sagði hann og benti á að eng­in trygg­ing sé fyr­ir því að „við fáum ekki yfir okk­ur millj­ón flótta­menn“ ef hæl­is­leit­end­ur lúti ekki ströng­um regl­um.” úr frétt mbl.is um málið.

Að sjálfsögðu er ekkert sem bendir til slíkra menningarhamfara og þeirra sem forsætisráðherra varar þarna við og eru þessi ummæli hans sannarlega ámælisverð. Hann hefur þó alls ekki reynt að vinda ofan af þessum ummælum heldur hefur hann haldið sínu striki.

“Það var slæm ráðstöf­un að fara rík­is­borg­ara­leiðina í Alban­íu­mál­inu.”

“Að sögn Bjarna verða áfram sett­ir fjár­mun­ir í flótta­manna­búðir til að aðstoða við að fæða og klæða flótta­menn, auk þess sem fjár­mun­ir fara í flótta­mannaaðstoð. „Mér finnst að við eig­um ekki að horfa á þetta sem vanda­mál annarra. Við þurf­um að taka þátt í því að leggja hönd á plóg­inn,“ sagði hann og vill beita sömu aðferðum og ná­grannaþjóðirn­ar hafa gert. ” úr frétt mbl.is um málið.

Ekki getur það verið auðvelt fyrir umræddar fjölskyldur að sitja undir þessu tali forsætisráðherra og mikið óskaplega skortir hann viðurkenningu eldri borgaranna sem sátu þennan fund eldri Sjálfstæðismanna, að þurfa að snúa sér við með þessum hætti og beinlínis kalla málið er þessa Albönsku fjöskyldu varðar: Mistök, slæma ráðstöfun.

Þá segir Bjarni verða áfram sett­ir fjár­mun­ir í flótta­manna­búðir til að aðstoða við að fæða og klæða flótta­menn, auk þess sem fjár­mun­ir fara í flótta­mannaaðstoð. Þessi lausn á flóttamannavandanum hefur verið áberandi í tali manna eins og Jóns Magnússonar sem áður sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þar áður Frjálslynda flokkinn. Jón er þekktur fyrir þá skoðun að aðstoð við flóttafólk skuli einungis fara fram við flóttafólk í flóttamannabúðum nærri sínum fyrri heimkynnum enda séu menningarlegir árekstrar yfirvofandi ef flóttafólki sé boðið að setjast að hér á landi.

Fyrir stuttu síðan voru samþykktar breytingar á lögum um Útlendinga og greiddu allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn frumvarpinu. Að öllu jöfnu er ekkert athugavert að þingflokkur taki einarða afstöðu gegn lagafrumvarpi en í þessu tilfelli var á ferðinni breyting á lögum sem í felst mikil réttarvernd fyrir börn á flótta. Aðkoma Sjálfstæðisflokksins að málinu var og er einstaklega ógeðfelld.

Þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði á móti breytingum á útlendingalögum

Formenn sex flokka á þingi lögðu fram frumvarp sem koma á í veg fyrir að börnum hælisleitenda verði vísað úr landi. Þingmenn þeirra flokka samþykktu frumvarpið og varð það að lögum í nótt. Þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu einir atkvæði gegn því.

Svo virðist sem Bjarni sjái ekki ástæðu til að reyna að vinda ofan af frammistöðu Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokki. Þess í stað hefur hann haldið áfram að tjá áhyggjur sínar, nú síðast í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu en útvarpsstöðin er umfjöllunarefni Evrópuráðsins í ECRI skýrslu þar sem fjallað er um hatursáróður í garð minnihlutahópa á stöðinni.

Í ofanálag við tilhæfulausan hræðsluáróður þar sem hann varar við málflutningi þeirra sem vilji opna landamæri landsins meira en raunin sé í dag, þá segist einnig vera að horfa til 48 stunda reglunnar og þess fyrirkomulags sem Norðmenn eru með. 48 stunda reglan stenst að sjálfsögðu ekki alþjóðalög, Flóttamannasamning Sameinuðu Þjóðanna eða Dyflinarreglugerðina en engu að síður segist forsætisráðherra vera að hugleiða að koma henni á. Norðmenn hafa fengið opinberar ávítur frá Flóttamannastofnuninni. Það veikir ekki áhuga Bjarna Benediktssonar á því að taka Norðmenn sér til fyrirmyndar.

Sigríður Á Andersen

Ferill Sigríðar Á Andersen í embætti dómsmálaráðherra hefur einkennst af fádæma embættisafglöpum og eru útlendingamálin þar langt í frá undanskilin. Fastagestur í löngum viðtölum á Útvarpi Sögu en eins og áður er talið þá er útvarpsstöðin umfjöllunarefni Evrópuráðsins í ECRI skýrslu þar sem fjallað er um hatursáróður í garð minnihlutahópa á stöðinni.

Ekki nóg með það heldur hefur Sigríður Á. Andersen í embætti dómsmálaráðherra gert lítið úr skýrslu Evrópuráðsins í viðtali á stöðinni sjálfri. Á þeim tíma sem Sigríður fór í viðtalið var beðið fyrirtöku Hæstaréttar á ákæru ríkissaksóknara á starfsmannai stöðvarinnar vegna hatursorðræðu.

Sigríður lofaði Arnþrúði Karlsdóttur breytingu á lagagrein þeirri úr almennum hegninarlögum sem ákæra ríkissaksóknara byggðist á, seinna á kjörtímabilinu.

Hér á eftir fer viðtalið við Sigríði Á Andersen sem ég sé ástæðu til að endurbirta hér af varúðarástæðum:

Grein á Sandkassanum frá 29. Mars 2017 (Í heild sinni)

Hér á eftir fer hluti af viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur þann 27.3.2017 við Dómsmálaráðherra Sigríði Á Ándersen. Annar hluti af viðtalinu verður birtur sér. Svo virðist sem að Dómsmálaráðherra sjái sér fyllilega fært að mæta í langt viðtal hjá fólki sem sætir í þessum töluðu orðum ákærum frá hendi ríkissaksóknara en þess ber að geta að Pétur Gunnlaugsson var einnig þáttastjórnandi fyrri hluta þáttarins. Það er erfitt að átta sig á hvað sé hér á ferðinni hjá Sigríði Á Andersen, hrein heimska, eða einbeittur ásetningur um að spilla málshagsmunum.

Eins og þetta sé ekki nógu mikið stórslys í sögu dómsmálaráðuneytisins, þá er innihald viðtalsins öllu verra.

Sigríður Á Andersen Dómsmálaráðherra ræðir m.a. ákærur þær sem að standa að Pétri Gunnlaugssyni og segir eftirfarandi:

“”SÁÁ: Og ég held og ég meina og getur það ekki verið sko eee nú þekkið þið það hér þessi dómsmál sem hafa verið höfðuð hér vegna ummæla sem hafa fallið hér á þessu tíðnisviði hehehehe. Að eh þetta er grein, menn eru nú ekki oft að kæra hérna eða gefa út ákærur með vísun til 233a sko.

AK: Nei nei það bara allt í einu gerðist,,,

SÁÁ:  Þannig að það getur verið að menn séu að kanna hversu langt þeir geti farið sko bara reyna að fá,,,fá einhverja,,,einhvern botn í það hvort að þetta ákvæði sé kannski svipað og 234. greinin í rauninni de facto dottið upp fyrir sem ákæra sem sakamál sko.”

Athygli skal vakin á að dómsmál á grundvelli 234. gr. alm. hgl eru almennt einkarefsimál, en brot á 233. gr. Sömu laga sæta ákæru. Því er himinn og haf á milli þessara tveggja greina sem ráðherra ber hér saman eins og að drekka vatn. Sú spurning vaknar því óhjákvæmilega hvort Dómsmálaráðherra hafi einhverja þekkingu á Almennum Hegningarlögum ?

Annars staðar ræðir Sigríður Á Andersen 233a grein hegningarlaga við Arnþrúði og veltir upp möguleikanum á að breytingar verði gerðar á greininni, þess ber að geta að Pétur Gunnlaugsson sætir ákæru sem byggir á 233. grein hegningarlaga. Ekki nóg með það heldur var hann þáttastjórnandi í fyrri hluta þessa sama viðtals við Sigríði Á Andersen:

“þau verða bara til umræðu á þinginu á þessu kjörtímabili og ég held að það sé nú alveg hérna nokkur samstaða um að gera einhverjar breytingar þarna.”

Athyglisvert er að svo virðist sem að ráðherra sjái lítin tilgang með rannsóknum á hatursorðræðu, álíti hatursorðræðu jafnvel ekki vera vandamál. Á einum stað hlær ráðherra að ákæru á hendur Pétri Gunnlaugssyni: “Og ég held og ég meina og getur það ekki verið sko eee nú þekkið þið það hér þessi dómsmál sem hafa verið höfðuð hér vegna ummæla sem hafa fallið hér á þessu tíðnisviði hehehehe. Að eh þetta er grein, menn eru nú ekki oft að kæra hérna eða gefa út ákærur með vísun til 233a sko. “

Hér fer sá kafli í samhengi sem þessar tilvitannir eru teknar úr.

“AK: Síðan er annað embætti það er sem að hefur vakið mikla athygli það er haturslögregluembættið.

SÁÁ: Já já

AK: Og þar er verið að leita nokkuð eftir skoðunum fólks, það er svo yfirheyrt skilurðu það er það er verið að leita eftir skoðunum, hver er þín skoðun á þessu ? Þetta er soldið skoðanalögregla. Hvað hvenær byrjaði þetta ? Hvaðan í ósköpunm kemur þetta ?

SÁÁ: Já, Það er nú kannski ekki sanngjarnt að segja að það sé sérstakt “haturslögregluembætti”,ég man ekki eftir að einhver hafi verið skipaður í embætti haturslögreglu. En þú ert væntanlega að vísa til eh,,,

AK: Hatursdeildarinnar.

SÁÁ: hehehe

AK: Jú jú það er Hatursdeildin.

SÁÁ: já ja Þú ert væntanlega að vísa til þeirra áherslu sem lögreglan hefur tekið upp að hérna og sem að lögreglan telur að henni sé falið með lögum og ábendingum manna um að, um að stemma stigu við einhverskonar eh einhverskonar, því sem menn hafa kallað haturs,,,orðræðu. Sem að er þá væntanlega, eh sem gæti verið til þess fallið að ógna almannahættu eða segi ég að hérna að af henni stafi almannahætta. Eh þetta er auðvita svona vandmeðfarið. Af því á sama tíma þá hefur mér nú fundist allir sammála um að hér eigi að ríkja tjáningarfrelsi. Og mönnum er mjög munað að halda því á lofti. Og mér hefur nú svona virst það með umræðunni um þessi mál undanfarið að þessir menn séu soldið að kalla eftir er einhvernvegin að herða löggjöf og eftirlit bara við háttvísi. Og ég bendi nú soldið fólki á að það verður aldrei sett í lög. Einhvernvegin ég meina. Sko auðvitað eiga menn að gæta sín sem eru að tala í útvarpi eða skrifa í blöðin og menn eiga bara að finna það hjá sjálfum sér bara að vera málefnalegir og hérna særa auðvitað ekki aðra að óþörfu. Og svo erum við náttúrlega með í lögum, í hegningarlögum ákvæði sem á að stemma stigu við að menn séu með ógnandi hætti að nánast að ekkert nánast að ógna fólki eða hópi manna með því, með orðræðu sem að er til þess fallin að vera túlkuð sem hvatning til ofbeldis. Það er síðan kannski allt annað ég held að menn séu ekki að tala um það ákvæði þegar menn eru að tala um hatursorðræðuna heldur eru menn frekar að tala um þessi ákvæði í hegningarlögunum sem að það sem menn eru að tala um að hæðast að eða smána,,,

AK: Já 233a

SÁÁ: já

AK: Sem er nú orðin ein frægasta hegningarlagagrein landsins.

SÁÁ: Já. Og menn eru þetta er og það var nú um daginn það voru eh var dómur mannréttindadómstólsins að gera athugasemd við það að Hæstiréttur hafi ekki rökstutt nægilega vel að mati hins Evrópska dómstóls þá takmörkun sem Hæstiréttur vildi gera á tjáningarfrelsinu. ehhh þannig að það eru svona ýmiss sjónarmið í þessu. Sko ef þú spyrð mig bara frá mínum bæjardyrum séð. Ég sagði nú oft hérna í gamala daga ég meina hvað er æra manns ? Sko er æran ekki bara hvað öðrum finnst um þig ? Það er soldið þannig sko maður getur kannski ekki stjórnað því sem fólki finnst um mann. En maður getur auðvitað haft af því einhvern ama ef ef fólk eh, og beinlínis tjón hafi fólk uppi einhver ummæli um mann sem að ekki eru síðan sönn og svona. Og þá tel ég nú kannski að skaðabótalögin eigi að dekka það og það er kannski spurning um að endurskoða hegningarlagakaflann. Hvað þetta varðar.

AK: Akkúrat

SÁÁ: Taka þetta út úr refsiréttarsviðinu. Enda eru bara örfá dæmi um að menn hafi verið dæmdir til refsingar en menn beita yfirleitt skaðabótalögum þegar menn dæma menn til greiðslu miskabóta eða. Þannig að þetta ég held að þessi mál verði í brennidepli, ekki kannski brennidepli, þau verða bara til umræðu á þinginu.

AK: Já já

SÁÁ: Á þessu kjörtímabili og ég held að það sé nú alveg hérna nokkur samstaða um að gera einhverjar breytingar þarna. En þá spyr maður sig ennþá líka að þegar að búið verður að gera það og það var nú afnumið á síðasta kjörtímabili bann við guðlasti.

AK: Já

SÁÁ: Það er nú þunn lína kannski á milli sko hvenær menn eru að hæðast að trú einhvers, sko er maður að hæðast að trúnni eða er maður að hæðast að fólkinu sem trúir ? Þetta er nú voða þunn lína.

AK: Já.

SÁÁ: En mönnum var mjög í mun að afnema bann við guðlasti. Og, og þá að ef að menn breyta ærumeiðingarákvæðunum að þá stendur eftir þetta um ,,,, já,,,,og svo er nú líka þetta með erlenda þjóðhöfðingja líka. Það er nú búið að benda á það að við séum nú bara bundin soldið í báða skó með það. Af því við gengumst undir alþjóðlegar skuldbindingar hvað það varðar. Þannig að erfitt um vik að afnema refsiábyrgð þar. “

Annarstaðar í viðtalinu:

“SÁÁ: Og ég held og ég meina og getur það ekki verið sko eee nú þekkið þið það hér þessi dómsmál sem hafa verið höfðuð hér vegna ummæla sem hafa fallið hér á þessu tíðnisviði hehehehe. Að eh þetta er grein, menn eru nú ekki oft að kæra hérna eða gefa út ákærur með vísun til 233a sko.

AK: Nei nei það bara allt í einu gerðist,,,

SÁÁ:  Þannig að það getur verið að menn séu að kann hversu langt þeir geti farið sko bara reyna að fá,,,fá einhverja,,,einhvern botn í það hvort að þetta ákvæði sé kannski svipað og 234. greinin í rauninni de facto dottið upp fyrir sem ákæra sem sakamál sko.”

grein lýkur

Andstaða Sigríðar Á. gegn réttindum barna á flótta

Þá hefur Sigríður talað gegn og staðið í vegi fyrir umbótum á réttarvernd barna á flótta, þ.m.t. þeim breytingum á útlendingalögum sem samþykktar voru nýlega:

Þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði á móti breytingum á útlendingalögum

Formenn sex flokka á þingi lögðu fram frumvarp sem koma á í veg fyrir að börnum hælisleitenda verði vísað úr landi. Þingmenn þeirra flokka samþykktu frumvarpið og varð það að lögum í nótt. Þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu einir atkvæði gegn því.

Frammistaða annarra þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur verið skammarleg þegar kemur að málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Nýlega birtist grein eftir Ásmund Friðriksson um hælisleitendur þar sem hann stórýkti þjónustu og kostnað við hælisleitendur. Svo mikil ósannindi eru í grein Ásmundar og óvild í garð flóttafólks að það er varla gerandi að endurtaka það. Ég set því hér inn grein Kjarnans um málið:

Hver ætlar að bera ábyrgð á Ásmundi Friðrikssyni?

Í morgun bár­ust þær gleði­fréttir að Íslenska þjóð­fylk­ing­in, stjórn­mála­afl sem elur á útlend­inga­andúð með því að beita fyrir sig röngum stað­hæf­ing­um, hefur ekki nægi­lega mik­inn hljóm­grunn hjá íslensku þjóð­inni til að bjóða fram án þess að falsa und­ir­skriftir á með­mæl­enda­list­unum sín­um.

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Kosningavakt 2017. Sjálfstæðisflokkurinn: Aðvörun

| Kosningavakt 2017 |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.