Sandkassinn mun á næstunni fara yfir stefnu allra flokka í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda sem bjóða fram í alþingiskosningum sem fara fram þann 28. Október 2017. Við munum síðan gefa út lista yfir stefnuskrá allra flokka í útlendingamálum. Sandkassinn mun að sjálfsögðu vega stefnu flokkanna og síðan gefa út hvaða flokkum við álítum treystandi til að hafa umsjón með útlendingamálum.

Viðreisn

Ástæða er til að vara við stefnuleysi Viðreisnar í málum flóttafólks og hælisleitenda. Lestur á stefnuskrá Viðreisnar vekur upp margar spurningar. Það eina sem kemur fram í stefnuskránni sem hægt er að henda reiður á er að stytta þurfi málsmeðferðartíma eins og kostur er, það má því segja að stefna Viðreisnar í þessum málaflokki beri en í dag keim af stefnu Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir að hafa lokið sínu fyrsta kjörtímabili.

“Stytta þarf málsmeðferðartíma eins og kostur er,,,,”

Í matinu fyrir Viðreisn í þeirra fyrstu kosningum árið 2016 var flokkurinn svo til klipptur út úr Sjálfstæðisflokknum og tók því mat okkar ríflega mið af frammistöðu Sjálfstæðisflokksins. Forysta flokksins kom einfaldlega þaðan og deildi því fortíð með Sjálfstæðisflokki. Matið nú tekur í þetta skiptið ekki til fortíðar Viðreisnarmanna innan Sjálfstæðisflokksins heldur til þeirra eigin stefnumála eins og þau koma fyrir í stefnuskrá flokksins sem og frammistöðu á því kjörtímabili sem er lokið. Í fljótu bragði mætti segja að við þetta léttist róður þessa nýja stjórnmálaflokks hvað okkar niðurstöðu varðar. Engu að síður hækkar ekki mat okkar á hæfi Viðreisnar að þessu sinni til að fara með stjórn Útlendingamála á næsta kjörtímabili. En og aftur ítrekum við að flokknum stendur til boða að gera endurbætur á stefnu sinni ásamt skýrum áætlunum og við munum þá uppfæra matið ef að tækifæri gefst til sökum breyttra forsendna.

En það veldur sannarlega vonbrigðum að stefnuskrá hefur ekki verið uppfærð að neinu leyti frá því í fyrra hvað varðar flóttafólk og hælisleitendur. Nú er ekki eins og að þingmenn og ráðherrar séu ómeðvitaðir um þennan galla í stefnuskránni, bæði höfum við sent fyrirspurnir til núverandi formanns og fráfarandi sem og átt ítarlegar samræður við þingmann flokksins um málið fyrir síðustu kosningar þar sem við höfum óskað eftir endurbótum. Ekki hefur verið orðið við þeim óskum og verðum við því að ganga út frá því að stefna Viðreisnar í málefnum þessum eins og hún birtist á vidreisn.is muni ekki taka neinum breytingum fram að kosningum

Ég vil þó að sjálfsögðu ítreka en einu sinni óskina um skýrari stefnu frá þessum nýja flokki svo að hægt verði að bregðast við því með hækkuðu mati á stefnumálum flokksins. Það á að vera að okkar mati meiri metnaður ríkjandi í tiltölulega nýjum flokki sem er að ljúka sínu fyrsta en þó stutta kjörtímabili. Hér skortir talsvert á ferskleika.

48 stunda leiðin

Reynsla Norðmanna og 48 stunda reglan svokallaða hefur borið á góma í tali formannsins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Okkar afstaða hér á Sandkassanum til þeirrar reglu er skýr. Við álítum hana vera brot á alþjóðalögum enda brjóti hún á ákvæðum Flóttamannasamnings Sameinuðu Þjóðanna og raunar Dyflinarreglugerðinni sjálfri.

Frammistaða á undanförnu kjörtímabili

Hún hefur verið nokkuð góð eftir atvikum. Þingmenn Viðreisnar greiddu allir atkvæði með frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga og var formaður flokksins einn flutningsmanna ásamt formönnum Vinstri grænna, Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar, Bjartrar fram­tíð­ar, Fram­sókn­ar­flokks og þing­flokks­for­manns Pírata. 

Stefna Viðreisnar í Innflytjendamálum er þó mjög góð og gengur út á að bæta aðgengi vinnuafls og námsmanna frá löndum utan Schengen svæðisins að landinu.

Önnur mál

Engin áform er að finna hjá Viðreisn í málefnum Útlendingastofnunar, aðkomu ráðherra að þeirri stofnun eða kærunefnd Útlendingamála. Engar nákvæmar vísanir eru til þeirra títt umtöluðu vandamála sem að stofnunin stendur fyrir eða pólitískri harðlínu í garð hælisleitenda.

Sandkassinn vill beina því til Viðreisnar að flokkurinn lagi þetta fyrir kosningar svo að hægt sé að uppfæra matið á hæfi flokksins til að fara með stjórn útlendingamála. Með því að setja fram fullnægjandi stefnu í innflytjendamálum og málefnum flóttafólks og hælisleitenda, þá á flokkurinn möguleika á að fá gula ljósinu hér til hliðar breytt í grænt.

Tillögur okkar

Við myndum vilja sjá áform um afgerandi breytingar í stefnuskrá Viðreisnar á kærunefnd Útlendingamála. Eins og starfsreglum og reglum um skipan í nefndina er háttað í dag þá er pólitískt tak ráðherra á nefndinni óviðeigandi með tilliti til þess að hér er á ferðinni nefnd sem fer með úrskurðarvald. Nefndin er því viðkvæm fyrir pólitískum áherslum og duttlungum sitjandi ráðherra.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Kosningavakt 2017. Viðreisn: Falleinkun

| Kosningavakt 2017 |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.