Sandkassinn mun á næstunni fara yfir stefnu allra flokka í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda sem bjóða fram í alþingiskosningum sem fara fram þann 28. Október 2017. Við munum síðan gefa út lista yfir stefnuskrá allra flokka í útlendingamálum. Sandkassinn mun að sjálfsögðu vega stefnu flokkanna og síðan gefa út hvaða flokkum við álítum treystandi til að hafa umsjón með útlendingamálum.

Vinstrihreyfingin Grænt Framboð

Vinstri Græn fara yfir á grænu ljósi í þessari athugun og teljum við flokknum mjög vel treystandi til að fara með stjórn Útlendingamála á næsta kjörtímabil. Við myndum vilja sjá nánar útlistaða stefnuskrá og nákvæmari fyrirætlanir í þessum málaflokki sem snertir líf og velferð m.a. barna. En afgerandi yfirlýsing m.a. frá Flokksráðsfundi 13. Febrúar 2016 tekur af allan vafa um viðhorf Vinstri Grænna til fólks á flótta.

Í birtri stefnu fyrir þessar kosningar 2017 er stefnan jafn fumlaus og síðast:

“Höfnum rasisma.”

“Ísland þarf að axla ábyrgð og koma fólki í neyð til hjálpar eins og mögulegt er, bæði með því að taka á móti fleira flóttafólki og styðja fólk í því að geta lifað með reisn annars staðar í heiminum. Nauðsynlegt er að Ísland axli ábyrgð á forréttindastöðu sinni í alþjóðasamfélaginu og geri það sem í valdi þess stendur til að deila auðlegð sinni með þeim sem mest þurfa á að halda. Við megum ekki líta undan.”

“Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum.”

Ekki er að sjá annað en staðfesta stefnu VG fyrir þessar kosningar í Október 2017 frá samþykkt þeirra þann 13. febrúar 2016:

“Opnara Ísland
áskorun til stjórnvalda

Vinstrihreyfingin grænt framboð skorar á stjórnvöld að veita fleira flóttafólki hæli á Íslandi. Fjöldi fólks á flótta í heiminum hefur ekki verið meiri frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Það er skylda Íslands sem öflugs velferðarríkis að gera allt sem í valdi þjóðarinnar stendur til að bjarga mannslífum. Vinstrihreyfingin grænt framboð fagnar komu hóps frá Sýrlandi og telur mótttöku hans upphafið að frekari aðgerðum í þágu flóttafólks. Vegna legu Íslands og landamærastefnu er nær útilokað fyrir flóttafólk að komast til landsins af eigin rammleik, án viðkomu í öðrum löndum. Rýmka þarf reglur um hælisumsóknir hér á landi.Brottvísanir með vísan í Dyflinnareglugerðina eiga ekki að koma fyrir. Móttöku hælisleitenda þarf að styrkja verulega, með auknum fjármunum og fleiri úrræðum í þágu hælisleitenda. Mikilvægt er að tryggja að fólk sem er nýkomið til landsins, getið tekið fullan þátt í samfélaginu,styrkja það til náms til dæmis með gjaldfrjálsri íslensku og samfélagskennslu og hjálpa því að komast í vinnu.Taka þarf af festu á vandanum sem reglulega birtist í afgreiðslu Útlendingastofnunar. Formenn Vinstriflokka á Norðurlöndum lýstu í upphafi árs yfir vilja til Norðurlönd vinni saman í að lausn á neyð flóttamanna með sameiginlegri yfirlýsingu sem birt var í öllum löndunum. Áhrif öfga hægriflokka í norrænumríkisstjórnum gera hins vegar flóttamönnum erfitt að nýta rétt sinn til að sækja um hæli.Vinstri græn telja að Ísland geti orðið fyrirmynd annarra ríkja í móttöku flóttafólks og krefjast þess að stjórnvöld hefji strax vinnu við að taka á móti fleiri flóttamönnum.”

Tillögur okkar

Við myndum vilja sjá áform um afgerandi breytingar í stefnuskrá Samfylkingarinnar á kærunefnd Útlendingamála. Eins og starfsreglum og reglum um skipan í nefndina er háttað í dag þá er pólitískt tak ráðherra á nefndinni óviðeigandi með tilliti til þess að hér er á ferðinni nefnd sem fer með úrskurðarvald. Nefndin er því viðkvæm fyrir pólitískum áherslum og duttlungum sitjandi ráðherra.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Kosningavakt 2017. Vinstri Grænir: Grænt ljós

| Kosningavakt 2017 |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.