Ég er byrjaður að senda út fyrirspurnir og óskir um skýringar og annað í tengslum við kosningavaktina. Ég mæli með að talsmenn flokkanna þyggi eftir atvikum að nýta sér þann möguleika sem ég gef þeim á að uppfæra, lagfæra eða skilgreina betur sína stefnu í málefnum flóttafólks og innflytjenda svo að ég geti kynnt stefnu þeirra í sem jákvæðustu ljósi.

Samstarf við flokkana gekk vel í flestum tilfellum í fyrra. Ég tek fram að ef stefna framboðs í þessum málaflokkum er skýr og vel kynnt, þá heyra þeir líklegast ekki frá mér.

Fyrstu umsagnirnar um stefnu framboðslistanna byrja að birtast um leið og frestur til að skila inn kjörgögnum er á enda um næstu helgi.

Um leið og umsögn er birt getur viðkomandi flokkur komið til mín athugasemdum. Umsagnir verða síðan uppfærðar eftir atvikum.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Kosningavakt 2017

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.