Sandkassinn mun á næstunni fara yfir stefnu allra flokka í innflytjendamálum og málum flóttafólks og hælisleitenda sem bjóða fram í alþingiskosningum sem fara fram þann 4. Nóvember 2017 ef að líkum lætur. Við munum síðan gefa út lista yfir stefnuskrá allra flokka í útlendingamálum. Sandkassinn mun að sjálfsögðu vega stefnu flokkanna og síðan gefa út hvaða flokkum við álítum treystandi til að hafa umsjón með útlendingamálum.

Framboðsfrestur rennur út kl. 12 á hádegi 15 dögum fyrir kjördag og í framhaldi munu greiningar okkar birtast á birtum stefnum flokkanna með tilliti til frammistöðu eftir atvikum. Í framhaldi verður flokkunum gefið tækifæri til að koma til okkar upplýsingum um lagfærða eða uppfærða stefnu og verður þá framboðið endurmetið.

Þetta er sama fyrirkomulag og var á kosningavakt Sandkassans 2016.

Uppfært

Kosningavakt Sandkassans 2017

| Kosningavakt 2017 |
About The Author
- Ritstjórn