9625d4_7203408aaf5c488c94ec29de936c0825~mv2

Fyrirtækið HP Grandi sem er að greiða sér 3 – 4 milljarða í arð árlega, er svo aðframkomið að þeir segjast verða að loka starfssemi í litlu bæjarfélagi en þar hefur verið rekin öflug fiskvinnsla síðan löngu áður en HP Grandi kom til. Þetta fær ekki talist til ábyrgra viðskiptahátta. Eðlilegra væri að gefa bæjaryfirvöldum á Akranesi færi á að fá nýja fjárfesta og rekstrarmenn og skilja reksturinn eftir starfandi.

En nei, skilaboðin til stjórnvalda eru skýr, verið er með þessu að fara fram á gengisfellingu og jafnvel lækkun veiðigjalda. Þegar hefur tekist að láta bæjaryfirvöld á Akranesi skríða á 4 fótum fyrir þessum greifum og segir nú bæjarstjóri á Akranesi að bærinn vilji leggja allt í sölurnar til að HB Grandi sjái Akranes sem alvöru valkost.

En framkvæmdir upp á milljarða á kostnað bæjarins leysa bara ekki þau vandræði sem HP Grandamenn gefa upp sem ástæðu fyrir því að hætta rekstri á skaganum. Uppgefin ástæðan er hátt gengi krónunar og þar með verri markaðsstaða. Hér er því á ferðinni krafa um gengisfellingu. Þá skal pínt lítið bæjarfélag fyrir augunum á stjórnvöldum og stjórnendum Seðlabankans í von um að gengið verði fellt.

4 milljarðar í arð á ári er sem sagt algjört lágmark fyrir börn útgerðarmanna og barnabörn sem eru orðin vön flottheitum og lifnaði í suðrænum löndum, akandi þar um á sportbílum og sukkandi frá sér allt vit og rænu. Nei þetta er ekki nóg.

Íslenskir launþegar eru lítið annað en skepnur á svína eða hænsnabúi, laun þeirra skulu gengisfelld í sífellu svo þeir geti ekki leyft sér neinn munað eða byrji að gera sér einhverjar hugmyndir. Einungis brot af þeim kjósendum sem kjósa íhaldið njóta þó nokkurra þeirra fríðinda sem íhalds og kvótaflokkarnir bjóða upp á. Af hverju kjósið þið þá ?

Því þið berið ábyrgðina, kjósendur Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Viðreisnar. Þið sem kjósið þessa flokka berið ábyrgð á stöðu mála á Skaganum þessa dagana.

A_Clubbed_To_Death_Matrix_Tribute_-_HD_04708

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Krónan er kúgunartæki

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.