Pétur Gunnlaugson starfsmaður á Útvarpi Sögu og jafnframt lögmaður hefur horfið frá áfrýjun á máli til Hæstaréttar. Pétur rann út á tíma með að þingfesta áfrýjunarstefnuna sem gefin var út á sínum tíma af Hæstarétti og hafði samkvæmt lögum frest til 12.7.17 til að gefa út nýja áfrýjunarstefnu. Það gerði Pétur Gunnlaugsson hins vegar ekki og fer málið þar með ekki í áfrýjun.

Aðspurður segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Þorbjargar Lindar Finnsdóttur að málinu sé með þessu lokið, “já nema hvað að hann skuldar hálfa milljón í málskostnað sem dæmdur var í héraði”. Þess ber að geta að Pétur var dæmdur til greiðslu 820,000 króna í málskostnað er hann tapaði málinu í Héraði.

Nánar verður fjallað um þetta mál í heild sinni á næstunni hér í Sandkassanum enda er það orðið mikið og langt. Fram að því þá er hægt að lesa um málið Pétur Gunnlaugsson vs Þorbjörg Lind Finnsdóttir.

Þorbjörg Lind Finnsdóttir var sýknuð í Héraðsdómi af kæru Péturs og er því Pétur Gunnlaugsson áfram Kúkur Mánaðarins og kannski sá merkasti kúkur sem landið hefur alið af sér til þessa, enda á málið sér engan líka í Íslenskri réttarfarssögu.

 

 

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Kúkur Mánaðarins fellur frá áfrýjun, málinu lokið

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.