Hann flýtur um í sinni laug blessaður kúkurinn en þráast við að láta sturta sér niður. Kúkur Mánaðarins ætlar nefnilega að verða ódauðlegur. Hann þráir það heitast að verða að mögulega einu helsta dómafordæmi okkar hér á landi í málum þar sem menn halda að þeir geti bara kært fólk sem gerir grín að þeim og grætt á því fullt fullt af peningum.

Pétur Gunnlaugsson er svo sannarlega að gera Sandkassann ódauðlegan með þessu vitfirrta athæfi sínu, hann mun að sjálfsögðu tapa málinu fyrir hæstarétti enda er sigur í málinu ekki fræðilegur möguleiki. Ég hef svo sem áður sagt að Pétur Gunnlaugsson hafi gleymt allri lögfræði fyrst hann að reynir þessa dellu.

En undir þeirri ályktun liggur þó annar og kaldari veruleiki. Hann er sá að Kúkur Mánaðarins, Pétur Gunnlaugsson útvarpsmaður, vonaðist til að þetta mál færi aldrei fyrir Héraðsdóm heldur yrði honum borgað fyrir að hætta við. Hann ætlaði einungis að hafa fé út úr málinu og flóknara er það ekki. Síðan tapar Kúkurinn (að sjálfsögðu) málinu í Héraði eins og frægt er orðið enda var hlegið að málinu með ströndum alls landsins.

En nú er Kúkur Mánaðarins með boner.

Bonerinn lýsir sér þannig að Kúkurinn veit vel að allir vita, að hann veit að allir vita, að einungis stóð til hjá honum að kúga fjármuni út úr Þorbjörgu Lind Finnsdóttur sem hafði sér til meintra saka unnið að deila greininni “Kúkur Mánaðarins” á facebook hjá sér. Að sjálfsögðu var kúkur Mánaðarins dæmdur sjálfur til greiðslu alls málskostnaðar kr. 820,000 og hent öfugum út.

Nú áfrýjar Kúkurinn.

Bonerinn er aðgangsharður, veldur óþægindum og truflar hægðir og Kúkurinn vill nú sverja af sér peningagræðgi sína og afneita ást sinni á peningum annarra. Hann ætlar því með málið upp í Hæstarétt. Að sjálfsögðu á Kúkurinn með bonerinn ekki fræðilegan möguleika á sigri fyrir Hæstarétti. En nú snýst málið heldur ekki lengur um það. Nei, einungis er um sýndarmennsku hjá Kúknum að ræða NÚ, rétt eins og í héraði, í þetta skiptið gengur leiksýningin út á að reyna að sannfæra áhorfendur um að hann, Kúkur Mánaðarins, hafi allan tíman verið að berjast fyrir persónufrelsi sínu gegn tjáningarfrelsi almennings. Að ekki megi segja brandara um hann, sjálfan gleðigjafann Kúk Mánaðarins.

Ekki kærir hann mig sem skrifaði greinina, enda er ég broke, go figure,,,

Kúkur Mánaðarins vill fá sér desert

Kúkur Mánaðarins leitar að botninum, hefur áfrýjað.

| Sandkassinn |
About The Author
- Ritstjórn