Pétur Gunnlaugsson lögmaður

Pétur Gunnlaugsson lögmaður

Pétur Gunnlaugsson (Kúkur Mánaðarins) segist muni áfrýja sýknudómi til hæstaréttar í meiðyrðamáli hans gegn Þorbjörgu Lind Finnsdóttur. Málið hefur vakið almenna furðu allar götur frá því að byrjað var að fjalla um það um mitt síðasta ár.

Enda heyrir það til ólíkinda að lesandi blaðs sé kærður fyrir meiðyrði fyrir að deila pistli í blaðinu á facebook síðu sína. Eðlilegt þætti að Pétur hefði kært höfund pistilsins sem um ræðir, en þótt slíkt mál hefði einnig tapast (100%) þá hefði það þó ekki verið jafn augljóslega tilhæfulus málatilbúnaður og það að kæra lesanda blaðsins. Það hefur þó oft komið fram að Þorbjörg Lind (stefnda) á eignir og hljóðaði krafa Péturs upp á 4 milljónir í miskabætur auk dráttarvaxta, auk 200,000 króna til viðbótar.

Í stað þess að Pétur fengi sér dæmdar miskabætur í málinu þá tapaði hann málinu og var einnig dæmdur til að greiða 800,000 kr. í málskostnað. Lögmaðurinn gengur því súr frá borði og í stað þeirra 4,200,000 króna sem hann hugðist hafa upp úr krafsinu, þá þarf hann nú að greiða sjálfur 800,000 krónur í málskostnað fyrir kæruefnið sem er að Þorbjörg Lind skuli hafa deilt pistlinum:,,Pétur Gunnlaugsson er kúkur mánaðarins“ á facebook síðu sína með athugasemdinni: ,,ha ha ha“.

Netheimar hafa beinlínis verið að rifna úr hlátri yfir málinu frá því að dómurinn var birtur. En einnig ber á mikilli reiði meðal almennings enda þykir það sýnt að Pétur Gunnlaugsson hafi fyrst og fremst verið að slægjast eftir fjármunum úr búi stefndu, Þorbjargar Lindar. Það skýrir einfaldlega ekkert annað þá furðulegu skógarferð lögmannsins að kæra lesanda pistilsins í stað þess að kæra höfundinn sjálfan (þann sem að hér situr).

Dómurinn er nokkuð ítarlegur og tekur í raun til kæruefnisins á mun breiðara sviði en því er lýtur að þætti stefndu í málinu. Dómurinn beinlínis gjaldfellir málatilbúnað Péturs Gunnlaugssonar í heild sinni:

Niðurstaða

Í málinu er ágreiningslaust að stefnda var ekki höfundur að þeirri mynd og texta sem vísað er til í kröfugerð stefnanda. Hins vegar liggur fyrir að stefnda deildi áðurgreindum hlekk og kom myndin því fram á vegg fésbókarsíðu hennar auk upphafsorða þess pistils sem var í heild sinni að finna á undirsíðu áðurgreinds vefs. Var textann og myndina þarna að finna þar til stefnda eyddi færslunni síðar. Eins og málið liggur fyrir er þýðingarlaus ágreiningur aðila um hversu lengi nákvæmlega færslan stóð á fésbókarsíðu stefndu.

Að mati dómsins fól umræddur texti, svo og áðurlýst mynd, ekki í sér aðdróttun um tiltekna háttsemi eða eiginleika stefnanda þannig að unnt sé að fella háttsemina undir verknaðarlýsingu 235. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Getur því einungis komið til skoðunar hvort stefnda hafi borið út móðgun svo að varði við 234. gr. hegningarlaga. Við skýringu þess ákvæðis verður hins vegar að líta til þess að tjáningarfrelsi stefndu er verndað með 73. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, sbr. 11. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995, og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. samnefnd lög nr. 62/1994. Samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar geta takmarkanir á tjáningarfrelsinu meðal annars helgast af nauðsyn þess að vernda mannorð annarra, sbr. einnig 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Fer ekki á milli mála að fyrrgreint ákvæði hegningarlaga hefur vernd mannorðs eða æruvernd að markmiði. Samkvæmt ákvæðunum verður hins vegar einnig, við mat á því hvort takmörkun á þessum grundvelli teljist heimil, að horfa til þess hvort takmörkun sé nauðsynleg og samrýmist lýðræðishefðum. Getur áðurlýst háttsemi stefndu aðeins fallið undir fyrrgreint ákvæði hegningarlaga að því marki sem hún fól ekki í sér tjáningu sem nýtur verndar sem grundvallarréttar samkvæmt þessum viðmiðum stjórnarskrár og mannréttindasáttmála.

Við mat á því hvort skýra beri fyrrnefnt ákvæði hegningarlaga, í ljósi fyrrgreindra krafna stjórnarskrár og mannréttindasáttmála, á þá leið að það taki til áðurlýstrar háttsemi stefndu verður að skoða hin umstefndu ummæli og mynd í því samhengi sem þau voru sett fram. Líkt og áður greinir deildi stefnda í raun hlekk sem vísaði á heimasíðu, þar sem var að finna pistil með því heiti, sem stefnandi telur vega gegn æru sinni. Þótt hugsanlega megi skilja færslu stefndu á þá leið að henni hafi einfaldlega þótt téð mynd og áðurgreindur texti fyndinn, verður allt að einu að túlka háttsemina á þá leið að stefnda hafi með ákveðnum hætti tekið undir efni þess pistils sem hún deildi eða a.m.k. talið ástæðu til þess að aðrir kynntu sér efni hans.

Eins og áður er rakið rekur pistlahöfundur í umræddum pistli skoðun sína á framkomu og ummælum stefnanda sem fjölmiðlamanns í þeim spjallþáttum sem hann stýrir í útvarpi þar sem hin ýmsu þjóðfélagsmál eru til umræðu. Ekki er um það deilt að pistillinn var birtur á vefmiðli, sem var opinn án endurgjalds, hverjum þeim sem kaus að kynna sér hann. Þótt umræddur texti og mynd hafi augsýnilega haft það að markmiði að lítillækka stefnanda með spotti og háði, verður ekki fram hjá því litið að hvort tveggja var þáttur í þjóðfélagsumræðu sem stefnandi hefur tekið virkan þátt í á opinberum vettvangi. Var því í reynd um að ræða neikvæðan gildisdóm um stefnanda og framlag hans til téðrar þjóðfélagsumræðu án þess að dróttað væri að tiltekinni háttsemi eða eiginleikum stefnanda, svo sem þegar hefur verið slegið föstu.

Þótt á það verði fallist með stefnanda að ekki sé útilokað að gildisdómar geti varðað refsingu sem móðganir samkvæmt 234. gr. hegningarlaga, verður engu að síður að leggja til grundvallar að stefnda hafi við fyrrgreindar aðstæður haft ríkulegt svigrúm til að tjá skoðun sína á stefnanda samkvæmt fyrrgreindu ákvæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu eða koma skoðunum annarra um þetta efni á framfæri. Er þá litið til þess að efni umrædds pistils laut beinlínis að framlagi stefnanda til þjóðfélagsumræðu, sem hann sjálfur var virkur þáttakandi í, en ekki að einkalífi stefnanda eða öðrum óskyldum atriðum. Leggja verður til grundvallar að frjáls skoðanaskipti og opinn umræða um þjóðfélagsmál sé einn af hornsteinum lýðræðislegs þjóðfélags, jafnvel þegar um er að ræða tjáskipti sem kunna að vera móðgandi eða valda hneykslan. Að öllu þessu virtu er því ekki hægt að fallast á að í tilviki stefndu hafi verið um að ræða tjáningu sem nauðsyn ber til að takmarka í lýðræðislegu þjóðfélagi, sbr. 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrár og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.

Samkvæmt öllu framangreindu verður háttsemi stefndu hvorki felld undir 234. né 235. gr. hegningarlaga eins og verknaðarlýsing þessara ákvæða verður skýrð til samræmis við fyrrgreind ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu. Verður stefnda því sýknuð af öllum kröfum stefnanda.

Eftir úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verður stefnandi dæmdur til að greiða stefndu málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 800.000 krónur og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts.

Stefnandi, sem er héraðsdómslögmaður, flutti mál sitt sjálfur.

Af hálfu stefnda flutti málið Sveinn Andri Sveinsson hrl.

Skúli Magnússon héraðsdómari kveður upp dóm þennan.

D Ó M S O R Ð

Stefnda, Þorbjörg Lind Finnsdóttir, er sýkn af öllum kröfum stefnanda, Péturs Gunnlaugssonar.

Stefnandi greiði stefndu 800.000 krónur í málskostnað.

 

Skúli Magnússon

Orðsending ritstjóra til Péturs Gunnlaugssonar,

15327325_1380288128650794_2084627080463618607_nÉg vil fyrir það fyrsta hvetja þig til að áfrýja þessu máli til Hæstaréttar eins og þú hefur nú sagst ætla að gera í viðtali við Morgunblaðið. Niðurstaðan í Hæstarétti verður sú sama og í undirrétti. Niðurstaða Héraðsdóms verður staðfest og líklega verður bætt í enda er þessi fjárkúgunarherferð þín með því ljótara sem maður hefur séð í störfum lögmanns hér á landi.

Síðan munt þú þurfa að ganga glaður í bragði mót örlögum þínum, sem eru þau að í framtíðinni mun varla verða það meiðyrðamál þar sem að ekki verður vísað til „Pétur Gunnlaugsson er Kúkur Mánaðarins“, þar sem að dómurinn hefði ótvírætt fordæmisgildi.

Ég vil því hrósa þér Pétur Gunnlaugsson fyrir að stinga höfðinu undir fallexina og leggja þitt til dómaframkvæmdar hér á landi sem mun bera keim af ósigri þínum um ókomna tíð.

Það á nefnilega ekki að líðast að starfandi lögmaður geti kært fullorðna konu einungis í þeim tilgangi að hagnast sjálfur fjárhagslega. Sandkassinn mun svo sannarlega standa við bakið á Þorbjörgu Lind í gegn um þetta mál og ráðlegg ég þér að reyna að átta þig á því hvað klukkan slær. Nú ert þú ekki fyrir framan míkrofón á Útvarpi Sögu inni í einhverri sápukúlu, hér tekur alvaran við.

Raunar vil ég hvetja ykkur, þig og Arnþrúði, til að loka Útvarpsstöð ykkar hið fyrsta. Það er óþrifnaður af ykkar starfssemi og þið vinnið samfélaginu einungis tjón. Þannig að endilega áfrýjaðu og lokaðu stöðinni.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Kúkur Mánaðarins vill fá sér desert

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.