hollywood

Það er hreint ömurlegt að framgangur listamanna eigi nú að fara að ráðast af kyni eins og er til umræðu í þinginu gagnvart kvikmyndagerðarmönnum. Það er alveg nógu alvarlegt inngrip af ríkinu að vera með fingurna í styrkveitingum til listgreina yfirhöfuð þar sem að áhrifin eru afbökun og bjögun listalífs þjóðarinnar. Ef nú á að stíga skrefinu lengra með mannréttindabrotum þá þurfa listamenn en og aftur að sækja gæðin og standardinn erlendis.

Öllum er tryggður aðgangur að opinberum vinnumiðlunum, úrræðum á vegum þeirra sem hafa það að markmiði að auka færni fólks í starfi sem og önnur starfsþjálfun á vegum opinberra aðila óháð aldri, kynhneigð, trú/trúarbrögðum og þjóðerni á grundvelli laga nr. 13/1997, um vinnumarkaðsaðgerðir, og jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar.

Í 65. gr. stjórnarskrárinnar en kveðið á um að „[a]llir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, uppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“

Þá kemur fram í 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 64/1994, að „[r]éttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungu, trúarbragða, stjórnmála- eða annarra skoðana, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu, tengsla við þjóðernisminnihluta, eigna, uppruna eða annarrar stöðu.“

Upplýsingar fengnar af vef Velferðarráðuneytisins.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Kynjakvóti í listgreinum er lögbrot

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.