Gamall skólafélagi Benedikts kemur honum til varnar: „Það eru engin hagsmunatengsl á milli okkar, jú kannski” – DV

„Nú allt í einu er það stórmál að Benedikt Sveinsson, annálað góðmenni, faðir forsætisráðherra, stað- festi að ógæfumaður hefði eftir afplánun hagað sér samkvæmt kröfum löggjafans og fær því þessa umdeildu „uppreist æru”. Þetta kom stjórnmálum ekkert við. Fjallað hefur verið um það eins og um stórglæp væri að ræða þó að öllu leyti væri farið að lögum.”

 

Grein í Morgunblaðinu í dag eftir Birgi Guðjónsson lækni og skólabróður Sveinssonar er í raun meðmælabréf. Greinin er slík hrákasmíði að ekki verður hjá setið. Honum verður kápan úr klæðinu hér og nú og hann uppfærður til upplýsingar um stöðu mála í nútímanum.

Gunnar Waage skrifar:

Það er svo sem við því að búast að Benedikt Sveinsson hljóti meðmæli frá gömlum vinum sínum. Þetta blessaða bréf læknisins hefur þó ekkert vægi í þessu máli. Tilraun læknisins til að drepa málinu á dreif með því að benda á önnur mál sem farið hafi í gegn á þessu ári er örþrifaráð rökþrota manns enda er læknirinn þar kominn langt út fyrir efnið. Hér var farið á bak við ríkisstjórn og þingheim. Voru lög brotin ? Hver hefur haldið þeirri spurningu hæðst á lofti ? Svar: einungis Sjálfstæðismenn hafa skotið þeirri spurningu jafn hátt á loft hvort lög hafi verið brotin, einungis í þeim tilgangi að svara henni sjálfir í sömu setningu. Þetta er alþekkt skítataktík Sjálfstæðismanna til að snúa út úr og afvegaleiða alla heilbrigða umræðu, læknirinn hendir sér sjálfur á þann bálköst rökvillu og glötunar í allri greininni enda er eðlilegt að segja hann fara með staðlausa stafi frá byrjun til enda.

Vandamálið sem læknirinn sneiðir listilega framhjá eins og vinir hans í Sjálfstæðis, er að sjálfsögðu pólitískt. Ráðherra hylmir yfir málinu sem henni bar að veita þinginu aðgang að. En um leið ber það undir þann mann í Íslenskri ríkisstjórn sem augsýnilega var vanhæfur til að vera látnar þær upplýsingar í té vegna tengsla, sjálfan forsætisráðherra. Svo gengur á með þessu undirferli og fúski fram eftir sumri. Þetta var að sjálfsögðu ólögmætt athæfi dómsmálaráðherra og þyrfti Birgir Guðjónsson læknir og nú greinarhöfundur með meiru 😉 kannski að gera greinarmun á því, að einungis sökum þess að hylming ráðherra er kannski ekki refsiverð í augljósum skilningi, þá er ekki þar með sagt að engin lög hafi verið brotin.

Það eimir hér eftir af árráttukenndu yfirlæti sem tilheyrir þeim kynslóðum sem álitu lækna og presta vera hreint og klárt ósnertanlegt aristokrat, eins konar hálfguði. Þá tíðkaðist einnig að vísa í álit þessara stertimenna ýmsum málum til stuðnings en í dag er slíkt svo til óhugsandi. En það er svo sem ljóst að rétt eins og barnanauðgarinn Hjalti Sigurjón Hauksson þurfti meðmæli frá Benedikt Sveinssyni svo hann gæti ráðið sig sem rútubílstjóra við grunnskóla og átt þar í samneyti við börn stúlkunar sem hann nauðgaði daglega frá 5 ára aldri til 17 ára, að þá þarf Benedikt Sveinsson nú meðmælabréf frá þessum vini sínum til að forða falli Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar af stóli formanns.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Læknir skrifar meðmælabréf fyrir Benedikt Sveinsson

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.