Sigmundur Davíð hefur ekki svarað spurningum þingsins en mætir þess í stað í blaðaviðtal. Spurningin sem brennur á alþjóð er hvort Sigmundi Davíð hafi tekist með réttri eignastýringu að draga úr tapi eiginkonu sinnar ? Og hvort hann hafi valið bestu leiðina í uppgjöri við föllnu bankana en af því fara jú tvennar sögur ?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sá sér fært að mæta í viðtal á Fréttablaðinu þrátt fyrir að þora ekki að mæta til viðræðna í þinginu. Spurningar þingmanna hefðu orðið Sigmundi öllu þyngri og illsvaranlegri. Í þinginu hefði Sigmundur þurft að mæta aftur í ræðustólinn til andsvara. Einnig hefði hann einungis verið að vinna sína vinnu. Hann hefði ekki einungis fengið drottningarviðtalið sem hann fékk á Fréttablaðinu.

Í þinginu hefði Sigmundur verið krafin um ítarlega skýrslu um eignastýringu þeirra hjóna allt frá árinu 2007. Í þinginu hefði Sigmundi verið gert að sýna fram á að hann og konan hans hefðu ekki hagnast á lágu gengi krónunar. Í þinginu hefði Sigmundur þurft að taka umræðuna um að leynd skuli vera yfir gögnum sem varða flutning bankanna sem risu upp úr bankahruninu í hendur erlendra kröfuhafa.

Sigmundur hefði í stuttu máli þurft að sýna fram á með hvaða hætti eignastýring hans hafi verið á undanförnum árum, allt frá árinu 2007, ekki með upphafningu á hetjusamlegu eðli sínu, heldur með tilvísunum í efnislega þætti sinna mála. Þá gildir einu hvort Sigmundur og hans kona hafi tapað fjármunum, hér er spurt hvort honum hafi tekist að lágmarka tap þeirra hjóna ?

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Lágmarkaði Sigmundur eigið tap ?

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.