Haraldur Davíðsson skrifar:

Mikið óskaplega byggjum við sjálfhverft, valblint og samviskulaust samfélag. Enginn vill axla ábyrgð á sjálfum sér og sínu nær-umhverfi. Enginn telur nokkuð annað en sjálfan sig koma sér við, og enginn sér neina kvöð fylgjandi því að vera meðvitaður um eymd eða neyð fólks í kringum sig.

Fólk kærir sig kollótt um örlög gamla fólksins og barnanna, og yfirleitt allra sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Við mælum mikilvægi fólks og tilkall til lífs og reisnar í krónum…annarra krónum að sjálfsögðu.

Hvar sem við drepum niður fæti, blasir þetta við…hundsleg meðvirkni og blint samþykki við hvaða svívirðu sem er, (meðan það snertir fólk ekki persónulega), annarsvegar og algera siðvillu og glæpamennsku hinsvegar.

Endalaust heyrum við óskiljanlegar frásagnir af því að heilu samfélögin láti mannskemmandi árásir og einelti, nauðganir og annað ofbeldi,átölulaust, og snúast svo gegn fórnarlambinu, fyrir að raska rónni…rugga bátnum…krefjast samfélagsábyrgðar..krefjast mennskunnar. Nú síðast frá foreldrum ungrar stúlku á Húsavík, sem bæjarfélagið hefur ákveðið að megi missa sín, og markvisst unnið í að svipta hana lífsviljanum.

Atlögur af því tagi gagnvart barni sem er að berjast við rangar tengingar í höfðinu á sér, samfara því að vaxa úr grasi og mótast sem, einstaklingur, á að skoða sem tilraunir til manndráps, það veit sá sem allt veit, að í sporum föður myndi einhverjum blæða, væru sporin þessi.

Gerendameðvirkni og fórnarlambssmánun eru tískufyrirbæri á landinu, og eru talin ti dyggða…sýna styrk…sýna hve langt uppfyrir veikleika eins og samhygð og samábyrgð.slíkt fólk telur sig hafið. Við sjáum þetta ekki síst á netinu, hvar íslendingar telja sig almáttuga, ósnertanlega og yfir alla gagnrýni hafna, og viðbjóðurinn sem fólk lætur frá sér…skammlaust…er einna helst eins og opið skólpræsi.

Persónuníð, rógburður, hótanir og hatursfullar árásir á jaðarhópa og þá sem minna mega sín eru ótrúlega mörgum nærandi lifibrauð, og sumum hefur tekist að fá fólk til að drepa sig, og aðra til að þora ekki úr húsi.

Við byggjum forneskjulegt og skemmt samfélag..valblint, ábyrgðarlaust, samviskulaust, hatursfullt og árásargjarnt samfélag…

Íslendingar hafa meira að skammast sín fyrir en nokkuð annað…

Latest posts by Haraldur Davíðsson (see all)

Leiðari

| Leiðari |
About The Author
-