Leki á persónuupplýsingum er brot lögum um persónuvernd, í tilfelli Lekamálsins var lekinn á upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos og hans fjölskyldu til fjölmiðla ekki einungis brot á lögum um persónuvernd heldur ótal fleiri lögum. Morgunblaðið hafði frá byrjun vitneskju um að Gísli Valdórsson kom upplýsingunum til ritstjórnar Morggunblaðsins, en í leiðurum blaðsins var látið sem að Gísli væri alsaklaus. Allan tíman var ljóst að Morgunblaðið vildi Hönnu Birnu úr framlínu Sjálfstæðisflokksins.

Nú kemur fram í leiðara blaðsins:

“Í lekamálinu svokallaða voru mistökin sennilega sú að „leka“ upplýsingum í stað þess að birta þær einfaldlega opinberlega.”

Fyrirlitning Morgunblaðsins fyrir rétti borgaranna til réttlátrar og eðlilegrar málsmeðferðar er hér sláandi. Að í lagi sé að birta viðkvæmar persónuupplýsingar um skjólstæðing ráðuneytisins í blöðum.

Fasistar eru andsnúnir slíkum réttindum borgaranna. Það er ágætt að fá það svo skýrt fram hver sjálfsmynd Morgunblaðsins er. Blaðið staðfestir hér svo ekki verður um villst andfélagslega ritstjórnarstefnu sína þar sem að velvild til handa einstaklingum og samfélaginu í heild er ekki ráðandi.

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Leiðari Morgunblaðsins (Fascist Manifesto)

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.