Bingi

Það er orðið fremur hlægilegt að fylgjast með Birni Inga Hrafnssyni í kaupæði hans. Hann má ekki vita af vefsíðu þá þarf að hann að kaupa hana í örvæntingarfullri tilraun sinni til að sanna það að hann sé fjölmiðlamaður en ekki einungis bakhönd auðvaldsins í landinu. Hann skilur ekki að þú kaupir ekki trúnað lesenda, þú kaupir ekki trúnað alþýðunnar. Allir peningarnir sem hann verður sér úti um og öll skuldabréfin sem hann er tilbúin að skrifa upp á, breyta því ekki að það kostar einungis nokkur þúsund krónur á ári að reka vefmiðil sem getur drullað yfir hann og hans vini, hvenær sem er.

Þeir sem störfuðu á DV ruku bara til og stofnuðu Stundina, lesendurnir fylgdu eðlilega þessum blaðamönnum sem þeir treystu. Björn Ingi Hrafnsson nýtur ekki trausts meðal lesenda og á ekki að gera það. Nú kaupir Bingi Reykjavík Vikublað og Akureyri Vikublað. Gott og vel, starfsmennirnir munu hætta rétt eins og starfsmennirnir á DV þegar Bingi keypti það blað, og opna sinn eigin fjölmiðil og þangað munu lesendurnir leita.

Auglýsendur munu yfirgefa Björn Inga Hrafnsson, lesendur munu yfirgefa Björn Inga Hrafnsson

Gunnar Waage

Gunnar Waage

- Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013.

Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu.


Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.
Gunnar Waage

Lesendur munu yfirgefa Björn Inga Hrafnsson (aftur)

| Gunnar Waage |
About The Author
- - Gunnar Waage er blaðamaður og ritstjóri Sandkassans frá árinu 2013. Hann er Trommari, Tónskáld og skólastjóri Trommuskólans, fyrrverandi deildarstjóri og einn af stofnendum Tónlistarháskóla G. Martell í Mexíkóborg. Hann lauk burtfararprófi frá McNally Smith College of Music, en duflar við kerfisfræði og er áhugamaður um bardagaíþróttir. Hann rýnir í þjóðfélagsmál og lætur sig flest varða.Hann er einstæður faðir, jafnréttissinni, fjölmenningarsinni og áhugamaður um velferð barna. Starfar við túlkun og þýðingar og fæst við spænskukennslu. Hann er pistlahöfundur á Kvennablaðinu og var pistlahöfundur á DV en hætti skrifum á DV ásamt fleirum, í þeim tilgangi að sýna blaðamönnum og ritstjórn blaðsins samstöðu í kjölfar yfirtöku á félaginu í September 2014.